Jörð skalf við Austmannsbungu

Mýrdalsjökull. Úr myndasafni.
Mýrdalsjökull. Úr myndasafni. mbl.is/RAX

Jarðskjáflti af stærðinni 3,8 varð í dag klukkan 15:48 við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli.

Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu S. Vogfjörð, rannsóknarstjóra hjá Veðurstofu Íslands, hafa nokkrir minni skjálftar fylgt í kjölfarið.

Engin tilkynning hefur þó borist um að fólk hafi orðið vart við skjálftann og þá fylgir honum ekki mikill órói að sögn Kristínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert