Útilokar ekki formannsframboð

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/GSH

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar ekki að hann muni bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar á næsta landsfundi flokksins. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Þegar Sigurjón M. Egilsson, stjórnandi þáttarins, spurði Árna Pál hvort hann ætlaði sér að bjóða sig fram til formannsembættis Samfylkingarinnar vildi Árni Páll hvorki svara neitandi né játandi. Þá benti Árni Páll á að erfitt væri að segja til um slíkt eins og stendur.

Þá vakti einnig athygli að þegar Sigurjón minntist á það í þættinum að Árni Páll tilheyrði hópi innan Samfylkingarinnar sem gjarnan er kenndur við hægri-krata benti Árni Páll á að persónulega væri hann ekki viss um að svo væri enda væri hann, eins og menn hefðu áður bent á, gamall Alþýðubandalagsmaður. Þá tók hann fram að þó að hann hefði ekki endilega ofurtrú á frjálsum markaði þá væri hann heldur ekki hlynntur ríkisrekstri, ríkisreksturs vegna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert