Framsókn er flokkur samvinnu

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason mbl.is/Kristinn

„Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er komin að fótum fram. Draumar forystumanna Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um langa valdasetu er orðinn að örvæntingarfullri leit að samherjum. Framsóknarmenn hafa ekki farið varhluta af ítrekuðum þreifingum ríkisstjórnarforystunnar sem reyndar dró lítillega úr þegar Samfylkingin ákvað að einbeita sér frekar að stofnun sérstakra aðstoðarflokka í ljósi góðrar reynslu af Hreyfingunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þá segir Ásmundur m.a.: „Pólitísk og efnahagsleg skemmdarverk verður að stöðva. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf feril sinn sem starfsstjórn hrunveturinn 2009 gegn fyrirheitum um að ráðast í leiðréttingu lána og grípa til nauðsynlegra aðgerða í atvinnumálum. Við þau fyrirheit var ekki staðið. Þess í stað þurfti Framsóknarflokkurinn að halda aftur af því að bráðabirgðastjórnin réðist í ýmsar varasamar aðgerðir“.

Þjóðin hefur kynnt sér hryllingsframtíð vinstristjórnarinnar sem heitir Evrópusambandið, segir Ásmundur Einar, og eftir því vex og styrkist andstaðan við að framselja fullveldið og ábyrgð á íslenskum málum til útlanda. Vandamálið í dag er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar býður ekki upp á neina framtíðarsýn og þess vegna er samfélagið í biðstöðu, en grein Ásmundar Einars má lesa í heild í Morgunblaðinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert