Evrópa geti lært af Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óveðursskýjunum sem söfnuðust yfir Íslandi árið 2008 hefur nú létt og ekki ætti að þykkna upp aftur, að því gefnu að hagkerfi heimsins hægi ekki enn frekar á sér. Svo segir í gestaleiðara sem Steingrímur J. Sigfússon ritar í Financial Times í dag. Steingrímur segir að viðbrögð Íslands við bankahruninu séu til eftirbreytni.

Lærdómur sem á erindi við aðra

Steingrímur rekur í stuttu máli áhrif bankahrunsins haustið 2008 og að útlitið hafi verið svart fram á mitt ár 2009. Spurningin hafi ekki verið hvort heldur hvenær Íslendingar lýstu sig gjaldþrota, en ekki hafi komið til þess vegna þess að frá miðju ári 2009 hafi verið hafist handa við að draga úr útgjöldum og auka tekjur ríkisins.

Fjárlög íslenska ríkisins undanfarin þrjú ár voru aldrei líkleg til vinsælda, segir Steingrímur, en í þeim fólust aðgerðir sem voru óumflýjanlegar. Fyrir vikið hafi fjárlagahallinn minnkað niður í 1-2% af vergri landsframleiðslu, úr 14% árið 2008. Steingrímur bendir á að hagvöxtur hafi verið 3,1 prósent á Íslandi árið 2011 og stefni í það sama á þessu ári, m.a. vegna aukinna fjárfestinga. Frá bankahruni hafi ríkissjóður Íslands tvisvar gefið út skuldabréf á alþjóðlegum mörkuðum. 

„Af þessu höfum við dregið ýmsan lærdóm sem að hluta á erindi við önnur Evrópulönd,“ segir Steingrímur í Financial Times. Ríkisstjórn Íslands hafi lagt áherslu á félagslega og efnahagslega samlögun. „Fólk með hærri tekjur hefur lagt meira af mörkum í gegnum innleiðingu á framsæknu skattkerfi, á meðan lágtekjufólki hefur verið hlíft. Minna var skorið niður í velferðarþjónustu en á öðrum sviðum. Niðurstaðan er sú sem stefnt var að: Jafnari tekjudreifing. Kaupmáttur lágtekjufólks hefur verið betur varinn en þeirra með háar tekjur og þannig hefur þeim verið gert kleift að vera áfram virkir þátttakendur í hagkerfinu.“

Verndun innistæðueigenda lykilatriði

Steingrímur segir að önnur lönd geti lært ýmislegt af því hvernig Íslendingar tóku á bönkunum. Ómögulegt hefði verið að bjarga öllu bankakerfinu árið 2008 og sú ákvörðun að skipta bönkunum upp í nýja og gamla hafi gefist vel. Hann nefnir ekki síst mikilvægi þess að vernda innistæðieigendur. „Reynslan um allan heim sýnir okkur að tryggingasjóður innistæðueigenda gefur aðeins takmarkaða og í sumum tilfellum falska vernd,“ segir Steingrímur.

Á Íslandi hafi innistæðutryggingakerfið verið sambærilegt við önnur Evrópulönd og reynst lítilmegnugt við hrun bankakerfisins. Alþingi hafi með setningu neyðarlaganna veitt innistæðueigendum forgang yfir aðra kröfuhafa og það hafi reynst lykilatriði til að komast út úr kreppunni. Neyðarlögin tryggi að allir kröfum allra innistæðueigenda hafi verið eða verði mætt að fullu, umfram lágmarkið sem Evrópusambandið setur. 

„Í flestum löndum hefði þurft mun minna en kerfisbundið bankahrun til að svipta hulunni af veikleikum núgildandi innistæðutryggingakerfis,“ segir Steingrímur. Hann hvetur leiðtoga Evrópu til að íhuga hvort ekki sé bæði tímabært og skynsamt að innleiða sambærilegan forgang innistæðueigenda í lög. Það muni senda skýr skilaboð um að ekki sé hægt að seilast í sparifé almennings þegar illa fer fyrir bönkunum.

Þannig geti erfið lexía Íslands kannski orðið Bretlandi og evrusvæðinu til góða. 

Grein Steingríms er birt hér á vef Financial Times en er aðeins aðgengileg áskrifendum.

mbl.is

Innlent »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »

Ekið á ferðamann í Borgarnesi

10:50 Ekið var á konu í Borgarnesi um fjögurleytið í gær. Atburðurinn átti sér stað á Borgarbrautinni og var konan, sem var erlendur ferðamaður, talsvert mikið slösuð á fæti eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira »

Snýr ekki aftur til starfa

10:19 Stuðningsfulltrúi Barnaskóla Hjallastefnunnar, sem grunaður var um að hafa beitt börn ofbeldi, mun ekki snúa aftur til starfa hjá skólanum í haust. Málinu telst nú lokið af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Meira »

Ólíklegt að maðurinn sé erlendur ferðamaður

08:40 Ólíklegt er að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé erlendur ferðamaður, samkvæmt vísbendingum sem lögregla er að skoða. Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Meira »

Bíður við næsthættulegasta fjall heims

08:00 John Snorri Sigurjónsson bíður enn átekta í grunnbúðum við fjallið K2. Hann hyggst reyna að klífa fjallið hættulega fyrstur Íslendinga. Talið er að aðeins um 240 manns hafi toppað K2 og 29% þeirra sem reyna láta lífið. Meira »

Árleg Skötumessa í Garði

07:37 Skötumessa var haldin í Gerðaskóla í Garði í gærkvöldi. Þetta var í ellefta sinn sem veislan er haldin, en allur aðgangseyrir auk styrkja frá fyrirtækjum, alls á fjórðu milljón króna, rennur til styrktar góðum málefnum á Suðurnesjum og víðar. Meira »

Raddmenningu Íslendinga er áfátt

08:18 „Setji maður fána út í strekkingsvind í lengri tíma, þá trosnar hann og slitnar með tímanum. Það sama gerist ef maður þenur röddina í langan tíma, þá slitna raddböndin. Meira »

Eldar íslenskan mat fyrir landsliðið

07:57 „Ég er hérna í Hollandi til þess að reyna að brjóta upp hversdagsleikann fyrir stelpurnar,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem kom til móts við liðið eftir Frakkaleikinn í fyrradag og mun dvelja með liðinu fram að leiknum gegn Sviss. Meira »

Léttskýjað og 20 stig norðaustanlands

07:30 Hlýjast verður á Norðausturlandi í dag og verður hiti á bilinu 15-25 stig. Skýjað verður með köflum víða um land og úrkomulítið, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu, þar sem virðist stefna í sumarlegt veður næstu daga. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Almanak til sölu..
Til sölu almanak Ólafs S Thorgeirssonar, 18 bindi. Vestur Íslenskur fróðleikur ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Flottur amerískur á 199þ.
Crysler Concord 1999 með öllu,ekinn 230þ.km. skoðaður 18, gott verð 199000 uppl...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...