Evrópa geti lært af Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óveðursskýjunum sem söfnuðust yfir Íslandi árið 2008 hefur nú létt og ekki ætti að þykkna upp aftur, að því gefnu að hagkerfi heimsins hægi ekki enn frekar á sér. Svo segir í gestaleiðara sem Steingrímur J. Sigfússon ritar í Financial Times í dag. Steingrímur segir að viðbrögð Íslands við bankahruninu séu til eftirbreytni.

Lærdómur sem á erindi við aðra

Steingrímur rekur í stuttu máli áhrif bankahrunsins haustið 2008 og að útlitið hafi verið svart fram á mitt ár 2009. Spurningin hafi ekki verið hvort heldur hvenær Íslendingar lýstu sig gjaldþrota, en ekki hafi komið til þess vegna þess að frá miðju ári 2009 hafi verið hafist handa við að draga úr útgjöldum og auka tekjur ríkisins.

Fjárlög íslenska ríkisins undanfarin þrjú ár voru aldrei líkleg til vinsælda, segir Steingrímur, en í þeim fólust aðgerðir sem voru óumflýjanlegar. Fyrir vikið hafi fjárlagahallinn minnkað niður í 1-2% af vergri landsframleiðslu, úr 14% árið 2008. Steingrímur bendir á að hagvöxtur hafi verið 3,1 prósent á Íslandi árið 2011 og stefni í það sama á þessu ári, m.a. vegna aukinna fjárfestinga. Frá bankahruni hafi ríkissjóður Íslands tvisvar gefið út skuldabréf á alþjóðlegum mörkuðum. 

„Af þessu höfum við dregið ýmsan lærdóm sem að hluta á erindi við önnur Evrópulönd,“ segir Steingrímur í Financial Times. Ríkisstjórn Íslands hafi lagt áherslu á félagslega og efnahagslega samlögun. „Fólk með hærri tekjur hefur lagt meira af mörkum í gegnum innleiðingu á framsæknu skattkerfi, á meðan lágtekjufólki hefur verið hlíft. Minna var skorið niður í velferðarþjónustu en á öðrum sviðum. Niðurstaðan er sú sem stefnt var að: Jafnari tekjudreifing. Kaupmáttur lágtekjufólks hefur verið betur varinn en þeirra með háar tekjur og þannig hefur þeim verið gert kleift að vera áfram virkir þátttakendur í hagkerfinu.“

Verndun innistæðueigenda lykilatriði

Steingrímur segir að önnur lönd geti lært ýmislegt af því hvernig Íslendingar tóku á bönkunum. Ómögulegt hefði verið að bjarga öllu bankakerfinu árið 2008 og sú ákvörðun að skipta bönkunum upp í nýja og gamla hafi gefist vel. Hann nefnir ekki síst mikilvægi þess að vernda innistæðieigendur. „Reynslan um allan heim sýnir okkur að tryggingasjóður innistæðueigenda gefur aðeins takmarkaða og í sumum tilfellum falska vernd,“ segir Steingrímur.

Á Íslandi hafi innistæðutryggingakerfið verið sambærilegt við önnur Evrópulönd og reynst lítilmegnugt við hrun bankakerfisins. Alþingi hafi með setningu neyðarlaganna veitt innistæðueigendum forgang yfir aðra kröfuhafa og það hafi reynst lykilatriði til að komast út úr kreppunni. Neyðarlögin tryggi að allir kröfum allra innistæðueigenda hafi verið eða verði mætt að fullu, umfram lágmarkið sem Evrópusambandið setur. 

„Í flestum löndum hefði þurft mun minna en kerfisbundið bankahrun til að svipta hulunni af veikleikum núgildandi innistæðutryggingakerfis,“ segir Steingrímur. Hann hvetur leiðtoga Evrópu til að íhuga hvort ekki sé bæði tímabært og skynsamt að innleiða sambærilegan forgang innistæðueigenda í lög. Það muni senda skýr skilaboð um að ekki sé hægt að seilast í sparifé almennings þegar illa fer fyrir bönkunum.

Þannig geti erfið lexía Íslands kannski orðið Bretlandi og evrusvæðinu til góða. 

Grein Steingríms er birt hér á vef Financial Times en er aðeins aðgengileg áskrifendum.

mbl.is

Innlent »

Aðalmeðferð í máli Sveins hefst í dag

08:46 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Sveinn er ákærður fyrir stófellda líkamsárás í Mosfellsdal 7. júní sl. Sá sem varð fyrir árásinni hét Arnar Jónsson Aspar, en hann lést í kjölfar hennar. Meira »

Vonskuveður í vændum

08:33 Hríðarbakki er væntanlegur úr norðri og síðdegis, upp úr kl. 16-17, mun veður versna til muna norðanlands og eins á norðanverðum Vestfjörðum. Meira »

Vetrarfærð víða um land

08:03 Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Eins er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Meira »

Nýti reynsluna uppbyggilega

07:57 „Að missa tvíburasystur mína í bílslysi er nokkuð sem mun fylgja mér alla ævi. Ég hef aldrei verið samur maður á eftir; þetta er stöðugt í huganum. Þó eru liðin tæp þrettán ár síðan þetta gerðist,“ segir Þórir Guðmundsson, lögregluþjónnn á Ísafirði. Meira »

„Sláandi að þurfa að bíða svona lengi“

07:37 Níræð kona sem fótbrotnaði aðfaranótt föstudags hefur legið inni á bráðadeild Landspítalans síðan þá með ómeðhöndlað fótbrot. Konan var sett í gifs frá nára og niður úr til að draga úr kvölum meðan hún bíður aðgerðar. Meira »

Stormviðvörun á morgun

06:40 Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða éljum um landið norðanvert frá þriðjudegi til föstudags. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, segir í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Langtímaveikindi sliga sjúkrasjóð KÍ

05:30 Aukning langtímaveikinda meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands hefur leitt til þess að skerða þarf þann tíma sem félagsmenn eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um 25%. Meira »

Gripinn glóðvolgur við þjófnað

05:47 Lögreglan handtók mann á fimmta tímanum í nótt við Fróðaþing sem liggur undir rökstuddum grun um að hafa brotist inn í bifreiðar. Meira »

Skýrslan um neyðarlánið í janúar

05:30 Skýrsla sem Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið með í vinnslu og lýtur að veitingu þrautavaraláns til Kaupþings í október 2008 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós í janúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Meira »

Auðvelt að brjótast inn í snjallúr

05:30 Upp á síðkastið hefur verið fjallað um ákveðnar gerðir snjallúra, sem ætluð eru börnum. Úrin eru nettengd tæki með staðsetningarbúnað og gera foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barna sinna. Meira »

Fötin ganga í endurnýjun lífdaga

05:30 Um 300 manns afhentu Ungmennaráði Barnaheilla barna- og unglingaföt í gær þegar samtökin stóðu fyrir árlegri fatasöfnun í tilefni af afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Brjóta lög á eigendum

05:30 „Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18. Meira »

Telja sig vinmarga og hrausta

05:30 Hinn dæmigerði Íslendingur er býsna ánægður með lífið og tilveruna, hann telur sig búa í hreinu umhverfi og við mikil loftgæði. Hann á vin eða ættingja sem hann getur leitað til og ver næstum því fjórðungi tekna sinna í húsnæði og ýmsan kostnað sem því fylgir. Meira »

Hinsti hvílustaður hvutta og kisu

05:30 Á jörðinni Hurðarbaki í Kjós hvíla jarðneskar leifar meira en 200 gæludýra en þar hefur verið gæludýragrafreitur frá árinu 2002. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Músagangur slær met

05:30 Músagangur hefur verið áberandi í sveitum á Suðurlandi að undanförnu svo bændur þar muna vart annað eins.   Meira »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...