Evrópa geti lært af Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óveðursskýjunum sem söfnuðust yfir Íslandi árið 2008 hefur nú létt og ekki ætti að þykkna upp aftur, að því gefnu að hagkerfi heimsins hægi ekki enn frekar á sér. Svo segir í gestaleiðara sem Steingrímur J. Sigfússon ritar í Financial Times í dag. Steingrímur segir að viðbrögð Íslands við bankahruninu séu til eftirbreytni.

Lærdómur sem á erindi við aðra

Steingrímur rekur í stuttu máli áhrif bankahrunsins haustið 2008 og að útlitið hafi verið svart fram á mitt ár 2009. Spurningin hafi ekki verið hvort heldur hvenær Íslendingar lýstu sig gjaldþrota, en ekki hafi komið til þess vegna þess að frá miðju ári 2009 hafi verið hafist handa við að draga úr útgjöldum og auka tekjur ríkisins.

Fjárlög íslenska ríkisins undanfarin þrjú ár voru aldrei líkleg til vinsælda, segir Steingrímur, en í þeim fólust aðgerðir sem voru óumflýjanlegar. Fyrir vikið hafi fjárlagahallinn minnkað niður í 1-2% af vergri landsframleiðslu, úr 14% árið 2008. Steingrímur bendir á að hagvöxtur hafi verið 3,1 prósent á Íslandi árið 2011 og stefni í það sama á þessu ári, m.a. vegna aukinna fjárfestinga. Frá bankahruni hafi ríkissjóður Íslands tvisvar gefið út skuldabréf á alþjóðlegum mörkuðum. 

„Af þessu höfum við dregið ýmsan lærdóm sem að hluta á erindi við önnur Evrópulönd,“ segir Steingrímur í Financial Times. Ríkisstjórn Íslands hafi lagt áherslu á félagslega og efnahagslega samlögun. „Fólk með hærri tekjur hefur lagt meira af mörkum í gegnum innleiðingu á framsæknu skattkerfi, á meðan lágtekjufólki hefur verið hlíft. Minna var skorið niður í velferðarþjónustu en á öðrum sviðum. Niðurstaðan er sú sem stefnt var að: Jafnari tekjudreifing. Kaupmáttur lágtekjufólks hefur verið betur varinn en þeirra með háar tekjur og þannig hefur þeim verið gert kleift að vera áfram virkir þátttakendur í hagkerfinu.“

Verndun innistæðueigenda lykilatriði

Steingrímur segir að önnur lönd geti lært ýmislegt af því hvernig Íslendingar tóku á bönkunum. Ómögulegt hefði verið að bjarga öllu bankakerfinu árið 2008 og sú ákvörðun að skipta bönkunum upp í nýja og gamla hafi gefist vel. Hann nefnir ekki síst mikilvægi þess að vernda innistæðieigendur. „Reynslan um allan heim sýnir okkur að tryggingasjóður innistæðueigenda gefur aðeins takmarkaða og í sumum tilfellum falska vernd,“ segir Steingrímur.

Á Íslandi hafi innistæðutryggingakerfið verið sambærilegt við önnur Evrópulönd og reynst lítilmegnugt við hrun bankakerfisins. Alþingi hafi með setningu neyðarlaganna veitt innistæðueigendum forgang yfir aðra kröfuhafa og það hafi reynst lykilatriði til að komast út úr kreppunni. Neyðarlögin tryggi að allir kröfum allra innistæðueigenda hafi verið eða verði mætt að fullu, umfram lágmarkið sem Evrópusambandið setur. 

„Í flestum löndum hefði þurft mun minna en kerfisbundið bankahrun til að svipta hulunni af veikleikum núgildandi innistæðutryggingakerfis,“ segir Steingrímur. Hann hvetur leiðtoga Evrópu til að íhuga hvort ekki sé bæði tímabært og skynsamt að innleiða sambærilegan forgang innistæðueigenda í lög. Það muni senda skýr skilaboð um að ekki sé hægt að seilast í sparifé almennings þegar illa fer fyrir bönkunum.

Þannig geti erfið lexía Íslands kannski orðið Bretlandi og evrusvæðinu til góða. 

Grein Steingríms er birt hér á vef Financial Times en er aðeins aðgengileg áskrifendum.

mbl.is

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

Í gær, 16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...