Fornir þingstaðir rannsakaðir

Sérfræðingar frá Fornleifastofnun og Vínarháskóla vinna við viðnámsmælingar á Þingskálum …
Sérfræðingar frá Fornleifastofnun og Vínarháskóla vinna við viðnámsmælingar á Þingskálum á Rangárvöllum. Ljósmynd/Adolf Friðriksson

Sérfræðingar á vegum Fornleifastofnunar Íslands og Vínarháskóla vinna nú að rannsóknum á fornum þingstöðum á Íslandi. Gerðar verða athuganir og viðnámsmælingar á héraðsþingstöðunum á Þingskálum, Þingvöllum og víðar og er vonast til að fá betri mynd af heildarsvip staðanna.

Heildarstærð og gerð hvers staðar hefur verið óþekkt frá því vorþinghaldi lauk á Íslandi á 13. öld. Hluti þingminjanna er sýnilegur á yfirborði en óvíst er hve stór hluti þeirra hefur spillst í aldanna rás eða er hulinn sverði. Rannsóknir á þingstöðum hér á landi hafa legið niðri frá árinu 2006 þegar starfsemi Kristnihátíðarsjóðs lauk.

Árið 2011 hlaut samstarfshópur vísindamanna frá Noregi, Austurríki og Bretlandi mjög stóran styrk til þingstaðarannsókna frá HERA áætlun Evrópu. Verða rannsóknirnar á Íslandi á þessu ári kostaðar fyrir lítinn hluta af þeim styrk og er vonast til að unnt verði að halda athugunum áfram á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert