Ólögleg lyf í fæðubótarefnum

Fæðubótarefni
Fæðubótarefni Af vef Matvælastofnunar

Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað úr verslunum vítamín frá BioTech. Talið er að varan innihaldi ólögleg lyf en um fæðubótarefni er að ræða.

Á vef Matvælastofnunar kemur fram að varan innihaldi valerian root powder (Valeriana officinalis) sem fengið hefur B-flokkun hjá Lyfjastofnun. Þessi flokkun þýðir að vara með þessu innihaldsefni getur fallið undir lyfjalög. Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr um samanber lög um matvæli. Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við vöruna.

Vöruheiti:  Vitamin B-Complex 75 Complete Diatery Supplement with Antioxidants and Herbs.

Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Varan er framleidd fyrir BioTech USA í Bandaríkjunum.  Innflutt til Íslands af Heilsusporti ehf. (Sportlífi), Síðumúla 1, 108 Reykjavík.  


Áætluð dreifing innanlands:  Verslanir Sportlífs (vefverslun og verslanir fyrirtækisins í Glæsibæ og Holtagörðum).

Eins hefur matvælaeftirlitið innkallað vöru sem nefnist StressCaps.
Varan inniheldur valerian root extract (Valeriana officinalis) og St. John's Wort extract (Hypericum perforatum) sem fengið hafa B-flokkun hjá Lyfjastofnun.

Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Varan er framleidd af FoodCaps ltd., Frakklandi.  Innflutt til Íslands af Functional Food Products ehf./Vzell ehf., Reykjavík.

Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Sportlífs Holtagörðum og Glæsibæ.  Varan er ekki lengur í dreifingu, samkvæmt upplýsingum sem fram koma á vef Matvælastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert