Ætla ekki að þegja yfir árangri

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það kæmi mér bara ekkert á óvart ef Jóhanna ákveður að vera áfram. Hún hefur verið farsæll formaður, ríkisstjórninni hefur gengið vel í þeim verkefnum sem hún hefur ætlað sér að leysa og efnahagslífið er á uppleið.“

Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, en flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Hótel Natura næstkomandi laugardag.

Ólína bendir á að mjög erfitt sé að segja fyrir um hvort Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi í hyggju að gegna áfram stöðu formanns og þá er alls óvíst hvort hún tilkynni yfir höfuð ákvörðun sína á fundinum.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, telur líklegt að Jóhanna gefi upp ákvörðun sína á fundinum. „Vegna þess að framundan er prófkjör svo hún hlýtur að taka af skarið,“ segir Sigmundur en prófkjör verða haldin í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert