Gæsaveiðin gengur hægt í þokunni

Gæsaveiðitímabilið er hafið, en hægt gengur að veiða í þokunni …
Gæsaveiðitímabilið er hafið, en hægt gengur að veiða í þokunni sem hefur legið yfir Austfirskum heiðum undanfarna daga. Morgunblaðið/Ingó

Hægt gengur í gæsaveiðinni fyrir austan, en gæsaveiðitímabilið hófst á mánudag. Á Austurlandi og raunar víðar hefur rignt töluvert síðustu dagana og þoka hamlað því að hægt sé að veiða. Töluvert hefur þó verið reynt og gæsaveiðimenn margir.

Í samtali við Sigurð Aðalsteinsson, leiðsögumann í hreindýra- og gæsaveiði, kom fram að vosbúð valdi mönnum helst vandræðum, en að nóg sé af gæs og óvenju mikið af heiðargæs á flugi, að hans sögn.

Hann segir lítið orðið um grágæs í túnum ennþá.

Í gær var hann með gæsaveiðimönnum, en þeir veiddu ekkert og ákváðu að snúa heim, þokan og suddinn hafi valdið því. Hann segir þó að nú sé heldur að létta upp á Héraði og að hann viti um menn sem ætli að liggja fyrir gæs í kvöld í Skriðdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert