Bannað að birta myndir úr maraþoni

Hlaupavefnum hlaup.is, sem er miðstöð upplýsinga og fróðleiks fyrir þá sem stunda hlaup, hefur verið bannað að birta myndir sem teknar voru í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fór um liðna helgi. Fulltrúar hlaup.is hafa tekið myndir af keppendum í fjölda hlaupa en aldrei áður hefur verið amast við birtingu þeirra.

Á vefnum segir að margir hafi sett sig í samband við forsvarsmenn hlaup.is og spurt hvers vegna myndir úr hlaupinu séu ekki komnar inn. Þá segir: „Íþróttabandalag Reykjavíkur, sem er framkvæmdaraðili Reykjavíkurmaraþons, hefur bannað hlaup.is að birta myndir sem hlaup.is tók á hlaupdegi. Vísa þeir í samning sem þeir gerðu við annan aðila þar sem fram kemur að sá aðili hafi einkarétt á að birta og selja myndir frá Reykjavíkurmaraþoni.“

Einnig kemur fram að haft hafi verið samband við hlaup.is þegar hlaupið var að verða búið og svo formlega tveimur dögum eftir hlaupið. „Hlaup.is hefur tekið myndir af hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni og öðrum hlaupum í fjölda ára og enginn amast við þeirri iðju fyrr en núna,“ segir í hlaup.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert