Dusta þarf rykið af luktum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögregla höfuðborgarsvæðisins minnir á að farið er að skyggja á kvöldin. Íbúar eru hvattir til að kíkja á ljósastaurana á göngustígunum því að perur vantar talsvert víða. Hægt er að koma ábendingum til viðeigandi sveitarfélaga. Þá þurfa hjólreiðamenn að dusta rykið af luktum hjólanna og setja þær á.

Þá er á það minnt að vegna skólabyrjunar megi áfram búast við stóraukinni umferð í bítið á morgnana og síðdegis. Lögregla hvetur ökumenn til að gera ráð fyrir þessu í tímaáætlunum sínum. Lögregla verður með eftirlit við skóla og einnig með umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert