Verðbólga í einkunnum

Nemendur eru ekki lengur valdir inn í framhaldsskóla á grundvelli …
Nemendur eru ekki lengur valdir inn í framhaldsskóla á grundvelli samræmdra prófa. Mbl.is/Eyþór Árnason

„Það sem við höfum séð er vísbending um verðbólgu í einkunnum og þó að aðalnámskráin gefi ákveðna leiðsögn, þá veit ég ekki hvernig því er fylgt eftir,“ segir Linda Rós Mikaelsdóttir,“ starfandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, í Morgunblaðinu í dag.

Eftir að hætt var að velja nemendur í framhaldsskóla á grundvelli samræmdra prófa hefur orðið erfiðara fyrir framhaldsskólana að meta getu umsækjenda. Borið hefur á því að einkunnir úr grunnskóla gefi ranga mynd af raunverulegri stöðu nemenda að mati skólastjórnenda í framhaldsskólum.

„Það er sárt að fylgjast með nemanda sem kemur með góðar einkunnir inn í námið og hlakkar til að takast á við lífið framundan. Síðan kemur í ljós að viðkomandi hefur ekki þann grunn sem einkunnirnar gefa til kynna og ræður þar af leiðandi illa við námið. Þetta er svo mikið hrun á sjálfsmati og niðurbrot fyrir einstaklinginn og það á ég verst með að sætta mig við,“ segir Linda Rós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert