Flugeldasýning í beinni útsendingu

Á þessu er von á eftir yfir Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.
Á þessu er von á eftir yfir Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. mbl.is

Flugeldasýning hefst kl. 23 við Jökulsárlón og hægt er að horfa á hana í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gott veður er á svæðinu og búist er við um 1.500 áhorfendum á staðnum. En allir geta fylgst með sýningunni hér. Skyggni er gott svo von er á góðri skemmtun.

Einnig eru búið að lýsa ísjaka á lóninu upp með kertaljósum.

Viðburðurinn er mikilvæg fjáröflun fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar og rennur allur aðgangseyrir óskiptur til félagsins, það er 1.000 krónur á mann. Sýningin er nú haldin í 11. skipti en eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er um magnað sjónarspil að ræða í friðsælli og óupplýstri náttúrunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert