Konan fundin - tók þátt í leitinni að sjálfri sér

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. mbl.is

Leit að erlendri konu var hætt um kl. 3 í nótt er í ljós kom að hún hafði verið allan tímann í rútunni og meira að segja tekið þátt í leitinni að sjálfri sér. Konan, sem var af asískum uppruna, var talin hafa yfirgefið rútu við Eldgjá í Skaftártunguafrétti og ekki snúið aftur. Nú hefur komið í ljós að hún kom aftur í rútuna, en hafði skipt um föt og snyrt sig svo aðrir farþegar báru ekki kennsl á hana.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar stóð til síðdegis í gær að senda þyrluna til leitar á svæðinu en töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna á Suðurlandi og lögreglan á Hvolsvelli höfðu allt frá hádegi leitað konunnar. Þar sem þokuloft var á svæðinu og skyggni slæmt var ákveðið að senda þyrluna ekki af stað.

En um kl. 3 var svo leitinni aflýst með öllu þar sem ljóst þótti að konan var með í för allan tímann og hafði sem fyrr segir tekið þátt í leitinni.

Frétt mbl.is: Vissi ekki að hún væri týnd

Frétt mbl.is: Konan enn ófundin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert