Makríldeilan

Gústaf Adolf Skúlason
Gústaf Adolf Skúlason

„ESB á við gríðarlegt fiskveiðivandamál að stríða með yfir 80% ofveiði og 30% útrýmingarhættu fiskistofna. Sjávarútvegsstefna ESB gengur svo hart að lífríkinu, að ýmsir vísindamenn telja að arðbærum fiskiveiðum ljúki innan 50 ára,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann ræðir makríldeiluna í grein sinni og segir m.a.: „ESB viðheldur 90% makrílkvótans á grundvelli „sögulegrar veiðireynslu“ en úthlutar 10% til Íslendinga, Færeyinga og Rússlands. Hlutur Íslands gæti orðið 3,1% skv. reglu ESB um hlutfallslegan stöðugleika. Virðir ESB í engu niðurstöður Hafrannsóknastofnunar Íslands og kallar makrílveiðar Íslendinga „ofveiðar“ en veiðir sjálft umfram leyfileg mörk Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í stað þess að leysa málin friðsamlega ætlar ESB í fullt stríð við Ísland og Færeyjar með löndunar- og hafnbanni og afnámi viðskiptafrelsis með viðskiptabanni á útflutning varnings til sjávarútvegs frá ríkjum ESB.“

Niðurlagsorð Gústafs Adolfs eru þessi: „Sem bandamaður andstæðinga Íslands í makrílstríðinu mun ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur beita ríkisvaldinu gegn landsmönnum til að tryggja framgang kröfu ESB. Þjóðin þarf að sameinast í vörnum lífshagsmuna sinna og verja sjávarauðlind sína og sjálfsákvörðunarrétt og koma í veg fyrir nýjan „Icesave“-samning, sem skaða mun lífsafkomu okkar allra.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert