Símarnir skilja talaða íslensku

Um miðjan mánuðinn bættist íslenska við þau tungumál sem hefur verið bætt við raddleit í Google leit á snjallsímum og hægt er að stýra símum með Android-stýrikerfi með röddinni. Tæknin byggist á talgreiningu sem breytir talmáli í texta og gerbyltir því hvernig fólk stýrir tölvubúnaði.

Trausti Kristjánsson sem starfaði í talgreiningarhópi Google segir óvenjulegt að svo lítið málsvæði eigi svo fullkominn talgreini en bandaríska stórfyrirtækið vann verkefnið í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og Máltæknisetur. Ríflega 120 þúsund raddsýnum var safnað frá 563 einstaklingum en raddsýnin mynda gagnasafn sem hefur að geyma hljóðskrár og textaskrár og gerir tölvu kleift að skilja íslenskt talmál.

Jón Guðnason, lektor við HR, segir talgreiningu vera byltingarkennda tækni sem gjörbylti samskiptum mannsins við tölvur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert