Berjast gegn ákvæði um þjóðkirkjuna

Stjórnlagaráð skilaði tillögum að nýrri stjórnarskrá.
Stjórnlagaráð skilaði tillögum að nýrri stjórnarskrá. mbl.is/Golli

Í hádeginu í dag var opnuð síða á Facebook þar sem fólk er hvatt til þess að segja nei við þjóðkirkjuákvæðií þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer 20. október næstkomandi um tillögur stjórnlagaráðs.

Ríflega 360 manns hafa nú þegar skráð sig á síðuna. Aðstandendur og stuðningsmenn síðunnar koma úr öllum áttum og eiga það eitt sameiginlegt að vera á móti ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands.

Síðuna má finna hér: https://www.facebook.com/Nei.vid.thjodkirkjuakvaedi

Þann 20. október 2012 verður haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Meðal spurninga sem fólk getur svarað er: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Við sem stöndum að þessari síðu viljum hvetja alla Íslendinga til að mæta og kjósa gegn ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og þannig um leið styðja við trúfrelsi á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert