Styðja kaup á Grímsstöðum

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Ég tek áskoruninni fagnandi fyrir mitt leyti. Mér finnst hún boða kannski ákveðin tímamót ef þarna er að birtast miklu dýpri og breiðari samstaða um að svæði af þessu tagi eigi að vera í þjóðareign og ef það er liður í þeirri hugsun að standa vörð um víðernið og náttúruna þá fagna ég því og ekki skal standa á mér,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður út í undirskriftasöfnun þess efnis að ríkið festi kaup á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Steingrímur segir slík kaup vel koma til greina.

„Það sem mér finnst vera jákvætt í því sem er að gerast núna er það að sveitarfélögin ætla að kaupa jörðina og þar með er hún komin í opinbera eigu,“ segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra spurð út í fyrstu viðbrögð sín.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er einnig jákvæður og segir markvert hve breiður hópur standi að áskoruninni. En einnig þau rök hópsins að stjórnvöldum beri að standa vörð um jarðir sem nái inn á hálendið og teljist sögulega og menningarlega mikilvægar.

Ögmundur ritaði grein í Morgunblaðið í dag um þetta mál þar sem hann fagnar þessum undirskriftum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert