Köttur sló út rafmagn á Þórshöfn

Vífill Þorfinnsson við spennistöðina. Kötturinn klifraði upp í mastur og …
Vífill Þorfinnsson við spennistöðina. Kötturinn klifraði upp í mastur og lenti á háspennukeflinu sem sló út rafmagnið á Þórshöfn í klukkutíma. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Rafmagnslaust varð á Þórshöfn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og myrkvaðist allt þorpið. Hjá Ísfélaginu stöðvaðist vinnsla á meðan, en rafmagnsleysið var í kringum vaktaskiptin svo pása varð þá hjá starfsfólkinu þar til rafmagn komst á að nýju.

Bilunin varð af völdum kattar, sem klifrað hafði upp í mastur spennistöðvar Rarik og lent í háspennukefli. Dagar hans voru þar með taldir. Rafmagn var komið á aftur eftir um 40 mínútur.

Að sögn Vífils Þorfinnssonar hjá Rarik er það ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en nokkuð hefur verið um villiketti sem sækja að spennustöðinni og klifra upp möstrin, líklega á eftir fuglum. Kötturinn sem lenti í háspennunni var ómerktur og líklega um villikött að ræða að sögn Vífils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert