Björn Valur leggur Ögmundi línurnar

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Leiti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hvorki sátta né til dómstóla vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála verður hann að víkja úr embætti. Þetta segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna og samflokksmaður ráðherrans.

Björn Valur skrifar um málið á vefsvæði sitt. Þar segir hann, að tvennt komi helst til greina í framhaldi úrskurðarins. Annars vegar að leitað verði til dómstóla eða leitað verði sátta.

Þá segir hann að ef Ögmundur hafi frumkvæði að því að leita sátta í málinu jafngildi það viðurkenningu hans á því að hafa gengið gegn lögum við skipan í embættið. „Ef ráðherra hefur ekki frumkvæði að sáttaumleitunum eða þá að slíkum málatilbúnaði er hafnað af hinum aðilanum er líklegast að málið komi til kasta dómstóla.“

Fari málið til dómstóla og kveðinn verði upp sá dómur að ráðherra hafi gert rétt með skipan í embættið sé málið dautt. „Ef dómur verður á annan veg verður ráðherra að mínu mati að víkja úr embætti. Það sama á við ef ráðherra leitar hvorki sátta né til dómstóla. Þetta á að mínu mati almennt við um mál af þessu tagi, óháð því hver ráðherrann er.“

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert