Íslendingar eignuðust heims- og Ólympíumeistari sama daginn

Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir Sverrisson Ljósmynd/Eva Björk

Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar eignast heimsmeistara og ólympíumeistara sama daginn. Það gerðist hins vegar í gær þegar Jón Margeir Sverrisson vann ólympíugull í 200 metra skriðsundi og Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingakappi úr Ármanni, varð heimsmeistari unglinga í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á heimsmeistaramóti í Póllandi.  

Jón Margeir setti glæsilegt heimsmet þegar hann synti á tímanum 57,85. Jóhann lyfti hins vegar 320 kílóum í réttstöðulyftu og vann keppnisgreinina í Póllandi.

Hann varð hins vegar í fimmta sæti í samanlagðri keppni.

Júlían Jóhann í réttstöðulyftu.
Júlían Jóhann í réttstöðulyftu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert