Tækifæri norðurskautsins til umræðu

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/rax

Dagana 5.-7. september nk. fer fram þingmannaráðstefna um norðurskautsmál á Akureyri. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru stjórnskipun á norðurslóðum, mannlífsþróun með áherslu á rannsóknir og viðskiptatækifæri á norðurskautssvæðinu.

Þingmannanefnd um norðurskautsmál er samstarfsvettvangur þingmanna aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Kanada, Norðurlönd og Rússland. Í nefndinni situr einn þingmaður frá hverju aðildarríki, auk þess sem Evrópuþingið tilnefnir einn fulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþingi.

 Á tveggja ára fresti heldur þingmannanefndin ráðstefnu um norðurskautsmál. Á ráðstefnunni kemur saman stór hópur þingmanna og sérfræðinga frá ríkisstjórnum, háskólastofnunum og félagasamtökum er láta sig málefni norðurslóða varða. Eitt meginviðfangsefni þingmannanefndarinnar er jafnframt að fylgja eftir samþykktum þeirrar ráðstefnu.

 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál, Kristján Þór Júlíusson og Jónína Rós Guðmundsdóttir sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert