Segir jafnréttislögin ganga gegn stjórnarskránni

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. mbl.is

„Málið er einfaldlega að þessi jafnréttislög eru slæm og þeim þarf að breyta,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á facebooksíðu sinni í dag og bætir við að það að mismuna út frá kynferði og skikka stjórnendur til þess að ráða fólk af öðru kyninu umfram hitt brjóti gegn almennum mannréttindalögum og stjórnarskránni sem kveði á um að allir skuli njóta jafnréttis án tillits til kynferðis.

Elliði tekur ennfremur upp hanskann fyrir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði fyrir skömmu að hefði brotið jafnréttislög við skipun í embætti sýslumanns á Húsavík, og segir hann hafa tekið ákvörðun um að ráða hæfasta einstaklinginn á grundvelli eigin sannfæringar.

„Hann hafði engin tengsl við þann sem ráðinn var, hvorki pólitísk né persónuleg,“ segir Elliði um ákvörðun Ögmundar og bætir því við að samherjar hans ráðist að honum vegna málsins þar sem hann hafi „ekki verið þægur flokksmaður Steingríms (og Jóhönnu)“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert