Flytur inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi

Kindur á Nýja-Sjálandi.
Kindur á Nýja-Sjálandi.

Fyrirtækið Íslenskar matvörur hefur flutt til landsins lítið magn af nýsjálensku lambakjöti, en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið heimilaði í sumar innflutning á 50 tonnum af kinda- og geitakjöti.

Innflutningur á lambakjöti er hluti af skuldbindingu sem Ísland tók á sig í gegnum GATT-samninginn. Ekki hefur áður verið flutt inn lambakjöt til landsins til sölu, eftir því sem best er vitað.

Bændablaðið hefur í dag eftir Helga Einarssyni, framkvæmdastjóra Íslenskra matvara, að fyrirtækið hafi ákveðið að kanna hvort áhugi sé á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi meðal íslenskra neytenda. Hann segir að það sé gott fyrir okkur að fá gæðasamanburð. Ekki sé fyrirhugað að koma inn á íslenska markaðinn með einhverjum látum.

Helgi segir að kjötið verði á svipuðu verði og íslenskt lambakjöt. Hann segir að um sé að ræða lambafile, snyrt og án fiturandar.

Nýsjálendingar eru stærstu framleiðendur lambakjöts í heimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert