Vörubíll valt við Stóru-Laxá

Flutningabílarnir sem flytja burðarvirkið frá Flúðum á Höfn í Hornarfirði, …
Flutningabílarnir sem flytja burðarvirkið frá Flúðum á Höfn í Hornarfirði, en einn þeirra valt í morgun. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Vörubíll valt á brúnni við Stóru-Laxá í Hreppum á sjötta tímanum í morgun. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins og má búast við einhverjum töfum fram eftir morgni því krana þarf á svæðið til að hreinsa burt farminn. Vegurinn er þó opinn að nýju.

Ekki er ljóst hvað varð til þess að bíllinn valt en lögreglan á Selfossi rannsakar málið. Samkvæmt heimildum mbl.is er vörubíllinn ansi illa farinn, en ökumaðurinn mun hafa sloppið ómeiddur. Beðið er kranabíls á vettvangi að sögn lögreglu. 

Bíllinn var samkvæmt heimildum mbl.is á leið frá flúðum á Höfn í Hornafirði með hluta burðarvirkis nýs íþróttahúss sem framleitt var hjá Límtré á Flúðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert