Stal samloku og heyrnartólum

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal sér samloku á bensínstöð og heyrnartólum í verslun Elko. Um var að ræða rof á skilorði fyrri dóms.

Í niðurstöðu dómsins segir að sakarferill mannsins hafi hafist árið 2005, eða þegar hann var 18 ára gamall. Frá þeim tíma hefur hann hlotið sex dóma vegna auðgunarbrota og var hann síðast dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember 2011, fyrir þjófnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert