Amfetamínframleiðsla í Efstasundi

Frá vettvangi í Efstasundi í Reykjavík í kvöld.
Frá vettvangi í Efstasundi í Reykjavík í kvöld. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur girt af stórt svæði í Efstasundi í Reykjavík í kjölfar þess að amfetamínverksmiðja fannst í húsi við götuna. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fundist hafi búnaður til framleiðslu fíkniefna í bílskúr í austurborginni síðdegis í dag.

Fram kemur að lagt hafi verið hald á tæki og tól sem og efni til að framleiða fíkniefni og að unnið sé að því með aðstoð sérfræðinga frá Háskóla Íslands og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að fjarlægja búnaðinn af vettvangi.

Þá segir að talið sé að amfetamín hafi verið framleitt í bílskúrnum en húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, hafi verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar og færður á lögreglustöð.

Fram kemur að engin sprengihætta sé samfara aðgerðum lögreglu sem nú standa yfir. Þá segir að ennfremur að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Frá vettvangi í Efstasundi í Reykjavík í kvöld.
Frá vettvangi í Efstasundi í Reykjavík í kvöld. Ljósmynd/Pressphotos.biz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert