„Kornið sem fyllti mælinn“

Hjúkrunarfræðingar hittust í morgun til að ræða um kaup og kjör stéttarinnar en mikil óánægja hefur gosið upp í kjölfar launahækkunar forstjóra Landspítalans á dögunum. Ólafur Skúlason, skurðhjúkrunarfræðingur, segir það ósanngjarnt að forstjórinn skuli einn fá umbun fyrir hagræðingu síðustu ára, það sé kornið sem hafi fyllt mælinn og nú hafi hjúkrunarfræðingar fengið nóg.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðgerðir en Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar líti margir til Norðurlandanna þar sem kjör séu betri og hann segist reglulega fá tilboð um störf þar, nú síðast í Noregi.

Frétt mbl.is: „Launahækkunin er heyksli“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert