Fjárleit gengur samkvæmt áætlun

„Leitin gengur samkvæmt áætlun. Mestallt féð sem við höfum fundið hefur verið lifandi, en reyndar fannst nokkuð af bæði lifandi og dauðu fé í Mývatnssveit í dag, það hafði fennt yfir það og þess hafði verið saknað síðan fyrir helgi,“ segir Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík.

Hann segir erfitt að nefna nákvæmar tölur um fjölda þess fjár sem fundist hefur og þess sem enn er saknað.

Að sögn Sigurðar eru um 200 björgunarsveitarmenn af svæðinu við leit, auk íbúa á svæðinu og um 70 björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu. Sexhjól valt yfir einn leitarmannanna í morgun, en honum varð ekki meint af. 

„Þessi almannavarnaaðgerð heldur áfram í dag og við metum síðan stöðuna í kvöld. En það er ljóst að leitin á Þeistareykjasvæðinu mun taka lengri tíma, þetta er svo stórt svæði,“ segir Sigurður.

Sigrún Óladóttir bóndi á Brúnahlíð í Aðaldal smalar fé á …
Sigrún Óladóttir bóndi á Brúnahlíð í Aðaldal smalar fé á Þeistareykjasvæðinu. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert