Rís úr djúpinu og stefnir á tindinn

Víkingamynd er í farvegi og mynd um slys á Everest-fjalli.
Víkingamynd er í farvegi og mynd um slys á Everest-fjalli. mbl.is/Golli

„Mér brá svolítið þegar ég áttaði mig á þessu, að nú væri þetta ekki lengur spurning um hvort mér tækist að ná þangað, heldur væri ég kominn á staðinn, og nú þyrfti ég bara að standa undir því.“

Svona lýsir Baltasar Kormákur í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag augnablikinu þegar það rann upp fyrir honum að hann væri við stjórnvöl stórmyndar sem bæði skartaði tveimur skærustu stjörnum Hollywood og væri framleidd af tveimur stærstu kvikmyndafyrirtækjunum í bransanum.

Um er að ræða glæpamyndina 2 Guns, með Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en dreifingarrétturinn á myndinni utan Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Ástralíu seldist á rúmar fjörutíu milljónir dollara á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur.

Baltasar er með nokkur verkefni á prjónunum í samstarfi við Wahlberg, víkingamynd er í farvegi, segir hann, og þá á hann í viðræðum við Working Title um að gera risamynd um stórslys á Everest-fjalli, sem til stendur að taka á Vatnajökli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert