Litlar líkur á ESB-aðild verði makríldeilan ekki leyst

Wikipedia

Meðan makríldeilan er óleyst má gera ráð fyrir því að litlar líkur séu á því að Ísland eigi eftir að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í grein á vef London School of Economics eftir Benjamin Leruth sem stundar doktorsnám í stjórnmálafræði við Edinborgarháskóla en rannsóknir hans snúa að tengslum Norðurlandanna við ESB.

Í greininni fjallar Leruth um mikilvægi sjávarútvegs í tengslum við umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið sem og um forsögu makríldeilunnar. Hann segir yfirstandandi endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu sambandsins ólíklega til þess að liðka fyrir inngöngu Íslands í það. Bæði Íslendingar og Evrópusambandið séu líkleg til þess að standa fast á sínu í viðræðum um sjávarútveginn.

Hann bendir á að forsenda þess að Íslendingar geti hugsað sér að ganga í Evrópusambandið sé að það takist að sannfæra þá um að sjávarútvegi þeirra verði borgið innan sambandsins sem verði ekki auðvelt að gera. Á meðan færist andstaða við inngöngu í Evrópusambandið í aukana.

„Makrílstríðið stefnir makrílstofninum í hætti þar sem bæði almenningur og stjórnvöld eru treg til þess að samþykkja meiriháttar takmarkanir á aflaheimildir líkt og Evrópusambandið ætlast til. Þetta ógnar ekki aðeins viðræðum vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið heldur dregur einnig úr vinsældum þess á meðal Íslendinga þar sem það snertir mjög viðkvæmt viðfangsefni,“ segir Leruth ennfremur í grein sinni.

Grein Benjamins Leruth í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert