Gasleki olli sprengingunni

Reyk leggur frá húsinu í Ofanleiti eftir sprenginguna í gærmorgun.
Reyk leggur frá húsinu í Ofanleiti eftir sprenginguna í gærmorgun. mbl.is/ Egill Sigurðsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rekja megi sprengingu í íbúð í fjölbýlishúsi í Ofanleiti í gærmorgun til gasleka.

Í íbúðinni var 11 kílóa gaskútur. Segir lögregla ljóst að gas hafi lekið úr kútnum í nokkurn tíma áður en sprenging varð, en illa var lokað fyrir krana á kútnum.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vann að rannsókn á sprengingunni og átti samstarf við sprengjusérfræðinga ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu. Einnig tóku fulltrúar Vinnueftirlits og Mannvirkjastofnunar þátt í rannsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert