Reiðin á spítalanum alvarlegt mál

Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.
Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.

Á mikilvægum deildum Landspítala er viðvarandi ástand að sjúklingar liggi frammi á gangi. Húsnæðið er að drabbast niður, engin ný tæki eru keypt og álag á starfsfólk eykst. Í þessu umhverfi kom launahækkun forstjóra spítalans eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Læknar virðast þó margir hræddir við að tjá óánægju sína.

„Þetta var mjög óvænt. Það átti enginn von á þessu, því forstjórinn hefur sjálfur verið að biðla til fólks um að halda saman í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Mikil óánægjualda hefur risið innan Landspítalans sem ekki sér fyrir endann á og rekja má til ákvörðunar Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga  upp í 2,3 milljónir á mánuði.

Steinn skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem hann sagði skýringarnar sem gefnar væru fyrir launhækkuninni fráleitar og málið allt hið vandræðalegasta fyrir bæði ráðherrann og forstjórann.

Botnlaus yfirvinna og aukið álag

Steinn bendir á hörð viðbrögð allra stétta spítalans, bæði lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og segir málið mjög alvarlegt. „Fólk hefur verið að reyna að standa saman um það að halda heilbrigðisþjónustunni gangandi eins og best verður á kostið, við þær aðstæður sem við búum við, og þetta er náttúrulega ekki gott innlegg í þá baráttu. Að hækka launin hjá einum manni um 25-30% og láta alla aðra sitja eftir í súpunni, með botnlausa yfirvinnu og aukið vinnuálag án þess að það sé metið sérstaklega við fólk.“

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru bundnir af kjarasamningi sem samið var um í fyrra og sjá því ekki fram á bætt kjör fyrr en í fyrsta lagi 2014, nema almennum kjarasamningum verði sagt lausum á næsta ári. Aðspurður segir Steinn að læknar geti í raun sáralítið gert, annað en að segja upp einstaklingsbundið. „Það eru mjög margir færir læknar inni á spítalanum sem eru að hugsa sig gang um hvort þeir eigi að halda áfram að vinna hér eða flytja til útlanda.“

Sjúklingar búa við verri kost

Hann bendir á að jafnvel þótt ekki kæmi til launahækkana mætti gera ýmislegt til að bæta kjör starfsfólks og um leið sjúklinga. „Það hefði auðvitað verið sanngirnismál af stjórnvöldum að sýna einhverja viðleitni í þá átt, þótt ekki væri nema til að bæta aðstæður á spítalanum, því hér eru til dæmis engin tæki keypt, húsnæðisaðstaðan drabbast niður og á mikilvægum deildum eru viðvarandi gangainnlagnir. Sjúklingar búa við verri kost hér en áður út af stöðugum niðurskurði. Starfsfólkið er að reyna sitt besta og hefur unnið þrekvirki, en það þarf auðvitað eitthvað jákvætt að gerast til að bæta hér aðstæður í heilbrigðisþjónustu.“

Steinn bendir á að um árabil og einnig í góðærinu hafi verið mikið aðhald í rekstri spítalans. „En núna hefur þetta keyrt um þverbak. Það hefur verið bullandi niðurskurður, og það er ótvírætt að Björn Zoëga hefur staðið sig ákaflega vel á þeim vettvangi.“ 

Læknar forðast að tjá sig

Líkt og mbl.is hefur sagt frá héldu hjúkrunarfræðingar tvo fjölmenna fundi í síðustu viku þar sem launahækkun forstjóra Landspítalans var rædd af þunga. Í kjölfarið var settur á fót aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga sem sett hefur saman kröfulista um bætt kjör, sem á morgun verður afhentur samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Sjúkraliðar hafa krafist fundar með öllum starfsmönnum spítalans, ráðherra og forstjóra, sem fyrst. Hefur heyrst að fjöldi úr þeirra röðum íhugi uppsagnir. 

Minna hefur hins vegar heyrst úr röðum lækna, en frekar gætt ákveðinnar fælni við að ræða við blaðamann. Aðspurður hvort læknar séu hræddir við að tjá sig segist Steinn þekkja dæmi þess að læknar séu teknir á teppið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum um mál sem kunni að vera framkvæmdastjórn spítalans óþægileg. Nú hafa þó Læknafélag Reykjavíkur og Félag almennra lækna boðað til sameiginlegs fundar, þar sem rædd verða kjaramál lækna og ástandið í heilbrigðisþjónustunni. 

Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...