Reiðin á spítalanum alvarlegt mál

Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.
Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.

Á mikilvægum deildum Landspítala er viðvarandi ástand að sjúklingar liggi frammi á gangi. Húsnæðið er að drabbast niður, engin ný tæki eru keypt og álag á starfsfólk eykst. Í þessu umhverfi kom launahækkun forstjóra spítalans eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Læknar virðast þó margir hræddir við að tjá óánægju sína.

„Þetta var mjög óvænt. Það átti enginn von á þessu, því forstjórinn hefur sjálfur verið að biðla til fólks um að halda saman í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Mikil óánægjualda hefur risið innan Landspítalans sem ekki sér fyrir endann á og rekja má til ákvörðunar Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga  upp í 2,3 milljónir á mánuði.

Steinn skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem hann sagði skýringarnar sem gefnar væru fyrir launhækkuninni fráleitar og málið allt hið vandræðalegasta fyrir bæði ráðherrann og forstjórann.

Botnlaus yfirvinna og aukið álag

Steinn bendir á hörð viðbrögð allra stétta spítalans, bæði lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og segir málið mjög alvarlegt. „Fólk hefur verið að reyna að standa saman um það að halda heilbrigðisþjónustunni gangandi eins og best verður á kostið, við þær aðstæður sem við búum við, og þetta er náttúrulega ekki gott innlegg í þá baráttu. Að hækka launin hjá einum manni um 25-30% og láta alla aðra sitja eftir í súpunni, með botnlausa yfirvinnu og aukið vinnuálag án þess að það sé metið sérstaklega við fólk.“

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru bundnir af kjarasamningi sem samið var um í fyrra og sjá því ekki fram á bætt kjör fyrr en í fyrsta lagi 2014, nema almennum kjarasamningum verði sagt lausum á næsta ári. Aðspurður segir Steinn að læknar geti í raun sáralítið gert, annað en að segja upp einstaklingsbundið. „Það eru mjög margir færir læknar inni á spítalanum sem eru að hugsa sig gang um hvort þeir eigi að halda áfram að vinna hér eða flytja til útlanda.“

Sjúklingar búa við verri kost

Hann bendir á að jafnvel þótt ekki kæmi til launahækkana mætti gera ýmislegt til að bæta kjör starfsfólks og um leið sjúklinga. „Það hefði auðvitað verið sanngirnismál af stjórnvöldum að sýna einhverja viðleitni í þá átt, þótt ekki væri nema til að bæta aðstæður á spítalanum, því hér eru til dæmis engin tæki keypt, húsnæðisaðstaðan drabbast niður og á mikilvægum deildum eru viðvarandi gangainnlagnir. Sjúklingar búa við verri kost hér en áður út af stöðugum niðurskurði. Starfsfólkið er að reyna sitt besta og hefur unnið þrekvirki, en það þarf auðvitað eitthvað jákvætt að gerast til að bæta hér aðstæður í heilbrigðisþjónustu.“

Steinn bendir á að um árabil og einnig í góðærinu hafi verið mikið aðhald í rekstri spítalans. „En núna hefur þetta keyrt um þverbak. Það hefur verið bullandi niðurskurður, og það er ótvírætt að Björn Zoëga hefur staðið sig ákaflega vel á þeim vettvangi.“ 

Læknar forðast að tjá sig

Líkt og mbl.is hefur sagt frá héldu hjúkrunarfræðingar tvo fjölmenna fundi í síðustu viku þar sem launahækkun forstjóra Landspítalans var rædd af þunga. Í kjölfarið var settur á fót aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga sem sett hefur saman kröfulista um bætt kjör, sem á morgun verður afhentur samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Sjúkraliðar hafa krafist fundar með öllum starfsmönnum spítalans, ráðherra og forstjóra, sem fyrst. Hefur heyrst að fjöldi úr þeirra röðum íhugi uppsagnir. 

Minna hefur hins vegar heyrst úr röðum lækna, en frekar gætt ákveðinnar fælni við að ræða við blaðamann. Aðspurður hvort læknar séu hræddir við að tjá sig segist Steinn þekkja dæmi þess að læknar séu teknir á teppið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum um mál sem kunni að vera framkvæmdastjórn spítalans óþægileg. Nú hafa þó Læknafélag Reykjavíkur og Félag almennra lækna boðað til sameiginlegs fundar, þar sem rædd verða kjaramál lækna og ástandið í heilbrigðisþjónustunni. 

Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. mbl.is
mbl.is

Innlent »

„Fólk vill oft gleymast“

14:27 „Er ættingi þinn eða vinur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, fangelsi, sambýli eða býr einn? Skipulegðu heimsóknir til hans, þjöppum fjölskyldu og vinum saman og dreifum ábyrgðinni, Enginn vill vera einn og yfirgefinn. Veitum ást hlýju og umhyggju.“ Þannig hljómar kynning á nýrri vefsíðu. Meira »

Þöggun og meðvirkni verði ekki liðin

14:04 Karlar í Pírötum styðja heilshugar við það þverpólitíska framtak íslenskra kvenna í stjórnmálum að koma fram sem hópur til að lýsa reynsluheimi sínum. Reynsluheimi sem einkennist af því að þurfa að þola kynferðisofbeldi og áreitni við stjórnmálastörf. Meira »

Börnin koma af vígvellinum

13:50 „Samfélagið allt þarf að vera tilbúið að standa með börnum sem koma frá ofbeldisheimilum en þau hafa hafa gengið í gegnum erfiða reynslu og orðið vitni að hræðilegum hlutum. Þessi hópur er ekki hávær og af þeirri ástæðu er mikilvægt að passa upp á að hann gleymist ekki.“ Meira »

Vilja gæsluvarðhald vegna vændismáls

13:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

13:11 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar fljótlega

13:00 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður. Meira »

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

12:55 Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu. Meira »

Verða að auglýsa að dýr séu leyfð

12:57 Ekki er heimilt að koma með hunda eða ketti inn í veitingastaði eða mötuneyti þar sem mæting er ekki valfrjáls eða á stöðum þar sem fólki er gert að sækja þjónustu. Þá ber að auglýsa það vandlega áður en komið er inn á staðinn að dýrunum sé heimilaður aðgangur. Meira »

Vilja bregðast við áskorun þingkvenna

12:27 13 karlar úr röðum þingmanna úr öllum flokkum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum vilja til „að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“.“ Meira »

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

12:00 Búið er að lýsa yfir óvissustigi vegna snjóðflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og þá hefur Veðurstofan uppfært veðurviðvörunina fyrir svæðið upp í appelsínugult. „Það snjóar áfram og er leiðinda hvassviðri og ófærð og svo bætir snjóflóðahættan ekki úr skák,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Sértækur byggðakvóti eykst um 12%

11:07 Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Þetta segir í fréttatilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu og ennfremur að stefna stjórnvalda undanfarin ár hafi verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hafi hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð. Meira »

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

11:00 Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Meira »

Vinnuveitendur sýni þolendum stuðning

10:55 Samtök launafólks kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það er ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira »

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

10:51 Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs. Meira »

Staðan á íbúðamarkaði aðkallandi á Vesturlandi

10:29 Staðan á íbúðamarkaði er sá þáttur sem er hvað mest aðkallandi varðandi búsetuskilyrði á Vesturlandi að mati íbúa í landshlutanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða, sem nýlega kom út. Meira »

Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

10:54 Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári. Meira »

„Mynd segir meira en þúsund orð“

10:39 „Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

10:27 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...