Reiðin á spítalanum alvarlegt mál

Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.
Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.

Á mikilvægum deildum Landspítala er viðvarandi ástand að sjúklingar liggi frammi á gangi. Húsnæðið er að drabbast niður, engin ný tæki eru keypt og álag á starfsfólk eykst. Í þessu umhverfi kom launahækkun forstjóra spítalans eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Læknar virðast þó margir hræddir við að tjá óánægju sína.

„Þetta var mjög óvænt. Það átti enginn von á þessu, því forstjórinn hefur sjálfur verið að biðla til fólks um að halda saman í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Mikil óánægjualda hefur risið innan Landspítalans sem ekki sér fyrir endann á og rekja má til ákvörðunar Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga  upp í 2,3 milljónir á mánuði.

Steinn skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem hann sagði skýringarnar sem gefnar væru fyrir launhækkuninni fráleitar og málið allt hið vandræðalegasta fyrir bæði ráðherrann og forstjórann.

Botnlaus yfirvinna og aukið álag

Steinn bendir á hörð viðbrögð allra stétta spítalans, bæði lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og segir málið mjög alvarlegt. „Fólk hefur verið að reyna að standa saman um það að halda heilbrigðisþjónustunni gangandi eins og best verður á kostið, við þær aðstæður sem við búum við, og þetta er náttúrulega ekki gott innlegg í þá baráttu. Að hækka launin hjá einum manni um 25-30% og láta alla aðra sitja eftir í súpunni, með botnlausa yfirvinnu og aukið vinnuálag án þess að það sé metið sérstaklega við fólk.“

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru bundnir af kjarasamningi sem samið var um í fyrra og sjá því ekki fram á bætt kjör fyrr en í fyrsta lagi 2014, nema almennum kjarasamningum verði sagt lausum á næsta ári. Aðspurður segir Steinn að læknar geti í raun sáralítið gert, annað en að segja upp einstaklingsbundið. „Það eru mjög margir færir læknar inni á spítalanum sem eru að hugsa sig gang um hvort þeir eigi að halda áfram að vinna hér eða flytja til útlanda.“

Sjúklingar búa við verri kost

Hann bendir á að jafnvel þótt ekki kæmi til launahækkana mætti gera ýmislegt til að bæta kjör starfsfólks og um leið sjúklinga. „Það hefði auðvitað verið sanngirnismál af stjórnvöldum að sýna einhverja viðleitni í þá átt, þótt ekki væri nema til að bæta aðstæður á spítalanum, því hér eru til dæmis engin tæki keypt, húsnæðisaðstaðan drabbast niður og á mikilvægum deildum eru viðvarandi gangainnlagnir. Sjúklingar búa við verri kost hér en áður út af stöðugum niðurskurði. Starfsfólkið er að reyna sitt besta og hefur unnið þrekvirki, en það þarf auðvitað eitthvað jákvætt að gerast til að bæta hér aðstæður í heilbrigðisþjónustu.“

Steinn bendir á að um árabil og einnig í góðærinu hafi verið mikið aðhald í rekstri spítalans. „En núna hefur þetta keyrt um þverbak. Það hefur verið bullandi niðurskurður, og það er ótvírætt að Björn Zoëga hefur staðið sig ákaflega vel á þeim vettvangi.“ 

Læknar forðast að tjá sig

Líkt og mbl.is hefur sagt frá héldu hjúkrunarfræðingar tvo fjölmenna fundi í síðustu viku þar sem launahækkun forstjóra Landspítalans var rædd af þunga. Í kjölfarið var settur á fót aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga sem sett hefur saman kröfulista um bætt kjör, sem á morgun verður afhentur samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Sjúkraliðar hafa krafist fundar með öllum starfsmönnum spítalans, ráðherra og forstjóra, sem fyrst. Hefur heyrst að fjöldi úr þeirra röðum íhugi uppsagnir. 

Minna hefur hins vegar heyrst úr röðum lækna, en frekar gætt ákveðinnar fælni við að ræða við blaðamann. Aðspurður hvort læknar séu hræddir við að tjá sig segist Steinn þekkja dæmi þess að læknar séu teknir á teppið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum um mál sem kunni að vera framkvæmdastjórn spítalans óþægileg. Nú hafa þó Læknafélag Reykjavíkur og Félag almennra lækna boðað til sameiginlegs fundar, þar sem rædd verða kjaramál lækna og ástandið í heilbrigðisþjónustunni. 

Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar Meira »

Sambandslaust hjá Vodafone á Vestfjörðum

16:20 Fjarskiptasamband hjá Vodafone liggur nú niðri á hluta Vestfjarða. Svo virðist vera sem ljósleiðari Vodafone á Vestfjörðum hafi farið í sundur með þessum afleiðingum. Þá liggja útvarps- og sjónvarpssendingar einnig niðri. Meira »

Jökulsárlón friðlýst á morgun

16:06 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

15:20 Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

14:59 María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda. Hlutverk Maríu Rutar verður meðal annars að móta og ýta úr vör aðgerðum og skapa hagstæð skilyrði fyrir tónlistarstarfsemi í borginni. Meira »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson, sem reynir nú að klífa fjallið K2, er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geymsluhólf undir báðum sætum ...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...