Harðir jarðskjálftar fyrir norðan

Þrír harðir jarðskjálftar riðu yfir fyrir norðan í morgun
Þrír harðir jarðskjálftar riðu yfir fyrir norðan í morgun Af vef Veðurstofu Íslands

Þrír harðir jarðskjálftar riðu yfir fyrir utan strönd Norðurlands í morgun, í Eyjafjarðarál. Harðasti skjálftinn reið yfir klukkan 7:57 og var hann 4,3 stig. Jarðskjálftahrina hófst á þessu svæði um síðustu helgi. Klukkan 7:55 reið yfir skjálfti sem mældist 3 stig og klukkan 8:28 jarðskjálfti upp á 4 stig.

Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftasviði Veðurstofunnar er um yfirfarnar niðurstöður að ræða. Tveir öflugustu skjálftarnir fundust bæði á Siglufirði og Ólafsfirði. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Jarðskjálftavirki er ekki óalgeng á þessu svæði. Veðurstofan fylgist grannt með jarðskjálftavirkninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert