Nýtt Sunnudagsblað Morgunblaðsins kynnt

Nýtt og betra Sunnudagsblað Morgunblaðsins kemur út um helgina og af því tilefni var efnt til „borgarafundar“ í húsakynnum Morgunblaðsins í Hádegismóum í dag þar sem betri sunnudagar voru boðaðir og blaðið kynnt formlega.

Sunnudagsblaðið mun byggja á þeim góða grunni sem fyrir var en verður nú í stærra broti auk þess að vera þykkara. Umfjöllunin í blaðinu verður nú víðtækari en á meðal þess sem fjallað verður um eru bækur, menning, listir, tækni, tíska og fjármál svo eitthvað sé nefnt. Það er Eyrún Magnúsdóttir sem hefur umsjón með nýja Sunnudagsblaðinu.

Gunnar „Gussi“ Jónsson stórleikari, sem fer með hlutverk sem var sérstaklega skrifað fyrir hann í nýrri kvikmynd Dags Kára Péturssonar, prýðir forsíðu blaðsins og í myndskeiðinu sést hann sýna Árna Sæberg ljósmyndara allar sínar bestu hliðar.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Fólk deyr á meðan ekkert gerist

19:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), segir það ekki ganga lengur að halla sér aftur á bak og velta fyrir sér abstrakt hlutum eins og rétti fólks til að vita, eða ekki vita, hvort þeir séu með stökkbreytingu í BRCA2 erfðavísinum sem eykur líkur á krabbameini til muna. Meira »

Styrkir rannsókn á urriða og bleikju

18:47 Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar mun styrkja umfangsmikla rannsókn á urriða- og bleikjustofnum á vatnasviði Efra-Sogs, en um er að ræða verkefni undir stjórn prófessors Sigurðar S. Snorrasonar við líffræðiskor Háskóla Íslands. Meira »

Telur að nýta beri upplýsingarnar

18:05 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur að nýta beri upplýsingar Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til að vinna með í íslenskri heilbrigðisþjónustu og hægt sé að gera það án þess að ganga á rétt einstaklinga sem vilji ekki fá upplýsingarnar. Unnið er að frumvarpi sem tekur á þessu máli. Meira »

„Stelpur komu út, bara berbrjósta“

17:48 Það er óhætt að segja að #freethenipple hafi tröllriðið íslensku samfélagi í dag, en stúlkur og konur um allt land sameinuðust í því að lýsa yfir stuðningi við jafnrétti kynjanna. Sumar ákváðu að sýna brjóst sín í tilefni dagsins og tóku til að mynda nokkrar stúlkur sig saman og þrömmuðu Bankastrætið berbrjósta. Meira »

Kveiktu eld í tunnu við Alþingi

17:30 Um tíu manns söfnuðust saman við Alþingi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu safnaðist fólkið saman rétt fyrir klukkan 16 og hafði það kveikt eld í tunnu er lögreglu bar að garði. Er talið að um mótmælendur sé að ræða. Meira »

Sló lögreglumann í andlitið

16:44 Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann kýldi lögreglumann í andlitið með krepptum hnefa þegar hann var handtekinn í janúar 2013, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Enginn sakborninga mætti í dómsal

16:24 Mál Kristjáns Markúsar Sívarssonar og tveggja nítján ára gamalla pilta var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þremenningarnir eru meðal annars sakaðir um að hafa sparkað í höfuð manns, gefið honum rafstuð, stungið hann með óhreinni sprautunál og neytt hann til að drekka smjörsýru. Meira »

Neikvæð umfjöllun ekki fagleg rök

16:43 Að mati landlæknis eru það ekki fagleg rök að mæla gegn innlögn vegna þess að sjúklingur hafi talað á neikvæðan hátt um viðkomandi sjúkrahús eða stofnun á opinberum vettvangi. Meira »

Viðamiklar aðgerðir vegna „sprengingar“

15:55 Tilkynning barst til Neyðarlínunnar snemma í morgun um að „sprenging hafi orðið í efnafræðistofu“ og á bilinu 10-15 manns kynnu að hafa slasast. Svona var staðan á Landspítalanum í Fossvogi í morgun en þar fór fram æfing í viðbrögðum við eiturefnaslysi á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja vernda uppljóstrara

15:43 Þingmennirnir Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir eru fyrstu flutningsmenn frumvarps Bjartrar framtíðar og Pírata til heildarlaga um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Fram kemur í fréttatilkynningu að í frumvarpinu sé meðal annars lagt til að uppljóstrarar njóti bæði efnahaglegrar og félagslegrar verndar auk verndar gegn málsóknum. Meira »

Vísa í niðurstöðu landlæknis

15:39 Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir að sér sé ekki kunnugt um að öðrum en Héðni Unnsteinssyni hafi verið neitað um þjónustu á sjúkrahúsinu. Meira »

Harma að ráðherra hafi skrifað undir

15:33 Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) harmar ákvörðun menntamálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur fyrir námsárið 2015-2016. Í tilkynningu frá SÍNE kemur fram að stjórnin telji þá skerðingu á framfærsluláni LÍN til námsmanna erlendis, annað árið í röð, með öllu óásættanlega. Meira »

„Þetta er okkar Hamlet“

15:30 „Það er óneitanlega gaman að kljást við þessa þjóðsagnapersónu, því Fjalla-Eyvindur stendur okkur Íslendingum mjög nærri og allir telja sig þekkja hann.“ Meira »

Lögðu fram sameiginlega kröfugerð

14:49 Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna lögðu í dag fram sameiginlega kröfugerð félaganna í komandi kjarasamningum. Meira »

Brjóstabyltingin í myndum myndasyrpa

14:34 Dagurinn í dag hefur verið helgaður #freethenipple átakinu en tilgangur þess er stuðla gegn kynferðislegum tengingum við kvenmannsbrjóst. Var dagurinn haldinn hátíðlegur í framhalds- og háskólum borgarinnar. Ljósmyndari mbl.is fór og myndaði stemmninguna í Verslunarskóla Íslands, MR, MH og HÍ. Meira »

Atkvæðagreiðslur afturkallaðar

15:25 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins ákveðið að afturkalla atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í kjölfar nýfallins dóms Félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins. Verður atkvæðagreiðsla í kjölfarið endurtekin hjá hverju félagi fyrir sig. Meira »

Reykhólahreppur með verslun á ný

14:41 Hólabúð opnaði á Reykhólum í dag en engin verslun hefur verið rekin í héraðinu frá áramótum.   Meira »

Dómarar munu ekki gefa skýrslu

14:15 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu, að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Þetta staðfestir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í samtali við mbl.is. Meira »
Góð gisting í Þingholtunum í Reykjavík.
Á Bergstaðastræti nálægt Skólavörðustíg og í göngufæri við Hörpu og veitingastað...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
VW Golf 2001 í topp standi.
VW Golf 1,4 16 ventla,5 gíra,5 dyra,ekinn 168þ. ný tímareim,nýtt hedd og pakkn...
Sýslumannaæfir
Til sölu Sýslumannaæfir I-V. Fyrstu þrjú bindin innbundin í fallegt skinnband. U...
 
Útboð 15849 / snjóflóðavarnir siglufirði
Tilboð - útboð
Snjóflóðavarnir ...
Efta eea grants / norway grants: three jobs
Sérfræðistörf
(EFTA Secretariat, Brussels) is recru...
Umsóknir um dvöl
Tilkynningar
Umsóknir um dvöl í ...
Garðabyggð 1 aðalskipulag
Tilkynningar
BLÖNDUÓSBÆR Auglýsing um óverulega bre...