Nýtt Sunnudagsblað Morgunblaðsins kynnt

Nýtt og betra Sunnudagsblað Morgunblaðsins kemur út um helgina og af því tilefni var efnt til „borgarafundar“ í húsakynnum Morgunblaðsins í Hádegismóum í dag þar sem betri sunnudagar voru boðaðir og blaðið kynnt formlega.

Sunnudagsblaðið mun byggja á þeim góða grunni sem fyrir var en verður nú í stærra broti auk þess að vera þykkara. Umfjöllunin í blaðinu verður nú víðtækari en á meðal þess sem fjallað verður um eru bækur, menning, listir, tækni, tíska og fjármál svo eitthvað sé nefnt. Það er Eyrún Magnúsdóttir sem hefur umsjón með nýja Sunnudagsblaðinu.

Gunnar „Gussi“ Jónsson stórleikari, sem fer með hlutverk sem var sérstaklega skrifað fyrir hann í nýrri kvikmynd Dags Kára Péturssonar, prýðir forsíðu blaðsins og í myndskeiðinu sést hann sýna Árna Sæberg ljósmyndara allar sínar bestu hliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert