Framtíð Evrópu sögð í húfi

De Silguy er einn forvígismanna evrusamstarfsins. Hann er hér í …
De Silguy er einn forvígismanna evrusamstarfsins. Hann er hér í stuttri heimsókn. mbl.is/Árni Sæberg

Áframhaldandi myntsamstarf á evrusvæðinu útheimtir frekari samþættingu í efnahagsstjórn evruríkjanna með aðferðum sem ekki hefðu komið til greina þegar evran fór af stað.

Þetta segir Yves-Thibault de Silguy, einn af feðrum evrunnar, í samtali við Morgunblaðið í dag en hann rekur þar hvernig evruríkin hafi ekki fylgt fyrirmælum um aðhald í ríkisfjármálum.

Afleiðingin hafi verið sú að þegar harðna tók á dalnum í fjármálakreppunni 2008 hafi ríki, sem höfðu lengi tekið mið af vaxtastigi í Þýskalandi, staðið berskjölduð frammi fyrir lausafjárþurrð á mörkuðum.

De Silguy telur evruna einu lausnina. „Við eigum engra annarra kosta völ en að halda áfram með evruna... Þetta er spurning um hvort álfan kemst af.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert