Deila um pólitísk fingraför

Unnur Brá Konráðsdóttir segir pólitísk fingraför á þingsályktunartillögu um rammaáætlun.
Unnur Brá Konráðsdóttir segir pólitísk fingraför á þingsályktunartillögu um rammaáætlun.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að pólitísk fingraför séu á þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Jafnframt segir hún að ferlið sé komið í pattstöðu á þingi og því ætti að fela verkefnastjórn um rammaáætlun að flokka virkjanakosti eftir faglegum vinnubrögðum og koma málinu þannig aftur inn á Alþingi. Þetta kom fram í máli Unnar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Við stjórnmálamennirnir verðum að hafa þroska til að bakka aðeins og fylgja þeirri stefnu sem flestir stjórnmálamenn hafa talað um að sé rétta leiðin. Við skuldum náttúrunni að halda faglega á málum en ekki hafa pólitíska vettlinga á virkjanakostum,“ sagði Unnur.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hafnaði við sama tækifæri að þingsályktunartillagan hefði á sér pólitísk fingraför, virkjanakostum hefði verið raðað upp á grundvelli þeirrar vinnu sem verkefnastjórn hefði unnið. Hann sagði jafnframt að hann sjálfur og margir hans  flokksfélaga hefðu viljað sjá niðurstöðu verkefnastjórnunar leiða til þessa að fleiri kostir færu í verndarflokk eða í biðflokk. Hinsvegar hefði ekki verið hreyft við þeirri vinnu því mikilvægt væri að halda sig við niðurstöðu verkefnastjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert