Fengu 280 milljónir í fyrra

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. mbl.is/Golli

Tveir stjórnarmenn í slitastjórn Glitnis og lögmannsstofa þeirra fengu 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Steinunn Guðbjartsdóttir fékk 100 milljónir króna og Páll Eiríksson 80 milljónir króna en lögmannsstofan 100 milljónir króna.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Stjórnir Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Lífeyrissjóðsins Gildis hafa óskað eftir að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar og hvernig hann skiptist niður á einstaka stjórnarmenn. Sjóðirnir óskuðu eftir atbeina Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá ítarlegar upplýsingar um þennan kostnað eins og heimilt er samkvæmt gjaldþrotalögum. Atbeini héraðsdóms bar árangur því RÚV segir að lífeyrissjóðirnir hafi fengið umbeðnar upplýsingar sl. föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert