Leka vísað til lögreglu

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefur vísað leka á vinnuplaggi um kaup á bókhaldskerfi ríkisins til Kastljóss til lögreglunnar. Sveinn hefur ekki íhugað afsögn vegna málsins en ekkert mál hefur dregist jafn lengi hjá stofnuninni og umrætt vinnuplagg.

Sveinn var gestur á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem var að ljúka.

Íslenska ríkið keypti nýtt fjárhags- og bókhaldskerfi árið 2001. Á fjárlögum var gert ráð fyrir að kerfið kostaði 160 milljónir króna, en samkvæmt samningi kostaði það rúmlega einn milljarð króna. Ríkisendurskoðun hefur unnið vinnuplagg  um málið fyrir Alþingi árið 2009 þar sem fram kemur að kostnaðurinn sé kominn í fjóra milljarða króna. Alþingi hefur enn ekki fengið plaggið en Kastljós hefur eintak af því.

Að sögn Sveins hefur úttektin tekið allt of langan tíma og hefði mátt verið snarpari. Hann hafnar því hins vegar að vinnuplaggið sé eitthvert leyndarskjal sem hafi verið haldið frá Alþingi.

Sveinn neitar því einnig að fjölskyldutengsl geri hann vanhæfan til að fara með málið en  bróðir hans var skrifstofustjóri hjá fjármálaráðuneytinu á þessum tíma og annar bróðir hans vann við hugbúnaðarþróun hjá Skýrr.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert