Stefnir ekki á framboð

mbl.is

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, stefnir ekki á framboð til Alþingis í vor. Þetta kemur fram á vef DFS.

„Að öllu óbreyttu geri ég það ekki. Það er nóg hjá mér að gera í krefjandi verkefnum bæði hér í sveitarfélaginu og hjá Strokki í stórum iðnaðarverkefnum. Það er mikilvægt að nýir einstaklingar gefi kost á sér til þingstarfa en slíkt er ekki sjálfgefið eins og ímynd þingsins hefur orðið. Víða heyri ég kallað á frambjóðendur úr atvinnulífinu og sveitarstjórnum. Það er kannski þess vegna sem ég hef verið hvattur til að gefa kost á mér, en mér finnst ég þurfa að einbeita mér að þeim verkefnum sem ég er að vinna um þessar mundir og mun ekki taka þátt í prófkjöri í haust ef um slíkt væri að ræða,“ segir Eyþór í samtali við DFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert