Lífland hækkar fóðurverð um 4-9%

mbl.is

Lífland hefur tekið ákvörðun um að hækka verð á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 4-9%, mismunandi eftir tegundum.

Í tilkynningunni segir að á síðustu mánuðum hafi verð á helstu aðföngum til fóðurgerðar hækkað verulega. Mest hefur hækkunin orðið á sojamjöli og korni vegna uppskerubrests. Gengissig íslensku krónunnar undanfarið hefur heldur ekki bætt úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert