Sjálfvirk talningarvél í endurvinnslunni

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var fyrsti viðskiptavinur nýrrar, tæknivæddrar móttökustöðvar fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir sem Endurvinnslan ... stækka

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var fyrsti viðskiptavinur nýrrar, tæknivæddrar móttökustöðvar fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir sem Endurvinnslan hefur opnað að Dalvegi 28.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var fyrsti viðskiptavinur nýrrar, tæknivæddrar móttökustöðvar fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir sem Endurvinnslan hefur opnað að Dalvegi 28. Í móttökustöðinni eru sjálfvirkar talningavélar og þurfa viðskiptavinir Endurvinnslunnar því ekki að telja eða flokka umbúðirnar áður. Eina skilyrðið er að umbúðirnar séu heilar. Áfram er hægt að skila beygluðum umbúðum en þær þarf að telja og flokka í ál, plast og gler áður en komið er í móttökustöðina. Ármann gaf ágóða söfnunar sinnar til styrktar góðu málefni, en viðskiptavinir geta styrkt ýmis málefni með greiðslu beint inn á söfnunarreikninga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Sjálfvirkar talningavélar eins og eru í móttökustöðunni að Dalvegi og hafa verið í móttökustöð Endurvinnslunnar í Knarrarvogi um nokkurt skeið eru nú að ryðja sér til rúms hér á landi, enda mikið hagræði fyrir viðskiptavini að þurfa ekki að telja og flokka umbúðir. Ísland hefur verið eitt af fáum löndum í heiminum þar sem enn er hægt að skila beygluðum umbúðum í skilakerfi, en með nýjum stöðvum fylgir Ísland þeirri tækniþróun sem verið hefur annarsstaðar.

Móttöku skilaskyldra drykkjarumbúða Endurvinnslunnar hjá SORPU Dalvegi verður lokað 1. nóvember. Á sama tíma verður móttaka Endurvinnslunnar hjá SORPU Sævarhöfða lokað og er fólk hvatt til að koma í tæknivædda móttökustöð Endurvinnslunnar að Knarrarvogi 4 hinum megin í Elliðavogi.

Opnunartími móttökustöðvarinnar að Dalvegi er alla virka daga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá kl. 12 til 16.30.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Friðarsúlan tendruð á föstudaginn

12:24 Friðarsúlan í Viðey verður tendruð með fallegri athöfn á fæðingardegi John Lennons þann 9. október næstkomandi klukkan 20.00 en hann hefði orðið 75 ára þennan dag. Dagskráin hefst kl. 17.30 og stendur til kl. 21.30. Meira »

Ísland ekki uppfyllt ákvæði um flugsvæði

11:31 Eftirlitsstofnun EFTA sendi Íslandi í dag rökstutt álit þar sem Ísland hefur ekki uppfyllt ákvæði gildandi löggjafar um sameiginlega evrópska flugsvæðið að því er varðar þrjú aðskilin efni Meira »

Fengu bíl á styrktartónleikum

11:25 Foreldrar Elísu Margrétar Hafsteinsdóttur, þau Hafsteinn Vilhelmsson og Gyða Kristjánsdóttir, fengu lykla að Toyota Avensis-hlaðbak í lok styrktartónleika í Austurbæ í gærkvöldi. Elísa, sem fæddist 2012, er fjölfötluð; með heilasjúkdóm, lungnasjúkdóm og þjáist af flogaveiki. Meira »

Meðdómarinn ekki vanhæfur

11:16 Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í Marple-málinu er ekki talinn vanhæfur til að dæma í málinu samkvæmt úrskurði dómsformanns, Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara. Þetta kom fram við uppkvaðningu úrskurðar í dag. Meira »

Svaf ölvunarsvefni í bíl starfsmanns

11:12 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um konu á fimmtugaldri þar sem hún svæfi ölvunarsvefni inni í bifreið fyrir utan verslun í Garðabæ. Meira »

1.000 lifrabólgusjúklingar fá lyf

10:55 Um 1.000 sjúklingar sem eru með lifrarbólgu C munu fá ný lyf við sjúkdómnum sér að kostnaðarlausu í því sem heilbrigðisráðherra kallar meiriháttar forvarnar- og lýðheilsuátak. Um samstarfsverkefni íslenska ríkisins og lyfjafyrirtækisins Gilead er að ræða. Meira »

Ódýr leið fyrir kröfuhafana

10:33 Kröfuhafar föllnu bankanna hafa samþykkt að greiða samtals 334 milljarða króna til ríkissjóðs í stöðugleikaframlög til þess að komast hjá því að greiða 39% stöðugleikaskatt. Það samsvarar 15% skatti á eignir bankanna. Meira »

Vitni aðhöfðust ekkert

10:53 Svo virðist sem að sjónarvottar hafi verið að því þegar tveir menn brutust inn um rúðu á skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar á Laugavegi og stálu þaðan úrum um ellefuleytið í gærkvöldi en þeir hafi ekkert aðhafst. Lögreglan áætlar að hundruð þúsunda króna verðmætum hafi verið stolið úr versluninni. Meira »

Vilja ráðast í framkvæmdir

10:07 Skagafjörður hefur ítrekað bókað vilja sinn til að ráðast í framkvæmdir til að fjölga leikskólarýmum og hefur lýst þeim vilja sínum að tengja þær framkvæmdir endurbótum á grunnskólahúsnæðinu í Varmahlíð. Meira »

Stálu nokkrum fjölda úra

09:59 Tveir menn sem sjónarvottar sáu brjóta sér leið inn um glugga skartgripaverslunar við Laugaveg eru enn ófundnir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir stálu þó nokkrum fjölda úra. Lögregla gat ekki veitt upplýsingar um hversu miklu hefði verið stolið. Meira »

Afhentu spónastokk frá 17. öld

09:54 Á mánudaginn fékk Þjóðminjasafn Íslands afhentan útskorinn spónastokk frá 17. öld en það var Örn Arnar ræðismaður Íslands í Minnesota sem hafði milligöngu að afhendingunni. Stokkurinn var í eigu Vesterheim Norwegian-American Museum í Iowa í Bandaríkjunum. Meira »

Spyr um efnahagsleg áhrif flóttamanna

09:42 Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagsleg áhrif þess að flóttamenn komi til Íslands. Meira »

Ull af íslenskri sauðkind í hátölurum

09:30 Í nokkur ár hafa strákar á Skagaströnd þróað hátalara og telja sig nú hafa náð ásættanlegum árangri, en fullkomnunarþörf þeirra er mikil. Meira »

Helmingur hafði fengið höfuðhögg

08:41 Um helmingur unglinga sem stunda handknattleik hjá fjórum félögum hefur fengið höfuðhögg sem leitt hefur til heilahristings.  Meira »

Veiðar hafnar á íslensku síldinni

07:57 Fyrstu skipin eru byrjuð veiðar á íslenskri sumargotssíld og var reiknað með að Ásgrímur Halldórsson SF landaði rúmlega 200 tonnum á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Meira »

Þrír rithöfundar tilnefndir

08:41 Félagið Ibby hefur tilnefnt verk þriggja íslenskra rithöfunda á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna, en hver landsdeild samtakanna tilnefnir einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda. Meira »

Nýtt útlit á léttmjólkinni

08:18 Annað árið í röð efnir Mjólkursamsalan til söfnunar fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Landspítala undir yfirskriftinni „Mjólkin gefur styrk“. Meira »

HB Grandi kaupir lóðir á Akranesi

07:47 HB Grandi hefur fest kaup á 16 lóðum og lóðahlutum á Akranesi, alls um 3,1 hektara.   Meira »
Nagladekk á felgum undir Corollu.
Passa undir Auris og fleiri Toyotur. Stærðin er 205/55-16. Verð 50 þ. S. 896 358...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Volvoverkefni
Volvo v70 xc 4x4 T modelár 2000 Bíllinn er vélarlaus Vél ek.ca. 94. þús. km fylg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Arkitekt/ innanhússarkitekt/ byggingafr.
Sérfræðistörf
Þ I N N T Í M I E R K O M I N N ! Við ...
Mótagengi getur bætt við sig verkefnum
Önnur störf
Mótagengi getur bætt vi...
M helgafell 6015100719 iv/v
Félagsstarf
m HELGAFELL 6015100719 IV/V...