Sjálfvirk talningarvél í endurvinnslunni

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var fyrsti viðskiptavinur nýrrar, tæknivæddrar móttökustöðvar …
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var fyrsti viðskiptavinur nýrrar, tæknivæddrar móttökustöðvar fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir sem Endurvinnslan hefur opnað að Dalvegi 28.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var fyrsti viðskiptavinur nýrrar, tæknivæddrar móttökustöðvar fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir sem Endurvinnslan hefur opnað að Dalvegi 28. Í móttökustöðinni eru sjálfvirkar talningavélar og þurfa viðskiptavinir Endurvinnslunnar því ekki að telja eða flokka umbúðirnar áður. Eina skilyrðið er að umbúðirnar séu heilar. Áfram er hægt að skila beygluðum umbúðum en þær þarf að telja og flokka í ál, plast og gler áður en komið er í móttökustöðina. Ármann gaf ágóða söfnunar sinnar til styrktar góðu málefni, en viðskiptavinir geta styrkt ýmis málefni með greiðslu beint inn á söfnunarreikninga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Sjálfvirkar talningavélar eins og eru í móttökustöðunni að Dalvegi og hafa verið í móttökustöð Endurvinnslunnar í Knarrarvogi um nokkurt skeið eru nú að ryðja sér til rúms hér á landi, enda mikið hagræði fyrir viðskiptavini að þurfa ekki að telja og flokka umbúðir. Ísland hefur verið eitt af fáum löndum í heiminum þar sem enn er hægt að skila beygluðum umbúðum í skilakerfi, en með nýjum stöðvum fylgir Ísland þeirri tækniþróun sem verið hefur annarsstaðar.

Móttöku skilaskyldra drykkjarumbúða Endurvinnslunnar hjá SORPU Dalvegi verður lokað 1. nóvember. Á sama tíma verður móttaka Endurvinnslunnar hjá SORPU Sævarhöfða lokað og er fólk hvatt til að koma í tæknivædda móttökustöð Endurvinnslunnar að Knarrarvogi 4 hinum megin í Elliðavogi.

Opnunartími móttökustöðvarinnar að Dalvegi er alla virka daga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá kl. 12 til 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert