Áttar sig ekki á formanni fjárlaganefndar

Frá fundi fjárlaganefndar. Myndin er úr myndasafni.
Frá fundi fjárlaganefndar. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Ómar

„Ég tel að þeir þurfi ekki að vísa til neins slíks trúnaðarbrests. Það hefur eiginlega aldrei verið trúnaðarbrestur á milli okkar [Ríkisendurskoðunar] og fjárlaganefndar í gegnum tíðina og við höfum alla tíð afgreitt erindi þeirra varðandi fjárlög og fjáraukalög af fullkomnum heiðarleika,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi aðspurður út í fyrstu viðbrögð vegna ákvörðunar meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þess efnis að senda ekki Ríkisendurskoðun fjáraukalög til umsagnar en nefndin ber fyrir sig að það skorti traust á milli hennar og stofnunarinnar.

Aðspurður hvort það sé ekki lögbundið hlutverk Ríkisendurskoðunar að fara yfir fjáraukalög til umsagnar segir Sveinn svo ekki vera samkvæmt þingskaparlögum en þetta sé hinsvegar venja sem skapast hefur á liðnum árum. „Auðvitað tekur nefndin ákvörðun útfrá þingskaparreglum og lögum, það hafa myndast ákveðnar vinnureglur í hverri nefnd fyrir sig um það hversu mörg frumvörp eru send út til umsagnar og þá hverjum,“ segir Sveinn aðspurður hvort hann telji að nefndinni sé heimilt að skauta framhjá stofnuninni með þessum hætti.

„Þetta er eitthvað sem ég átta mig ekki á varðandi formann fjárlaganefndar og hugsanlega varaformann líka. Að því að þetta kemur mér í raun og veru í opna skjöldu, okkur er ekki gefið tækifæri til að tjá okkur um svona ákvarðanir sem að skipta okkur verulegu máli um hefðbundna starfshætti Ríkisendurskoðunar og fjárlaganefndar,“ segir Sveinn og bætir því við að hann vísi því alfarið á bug að einhver trúnaðarbrestur sé kominn upp á milli stofnunarinnar og fjárlaganefndar um þessi mál.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert