Tekjulágir geta fengið 25% afslátt af sektum

mbl.is/Júlíus

Þeir sem eru með mánaðartekjur sem eru lægri en 247.500 krónur geta fengið 25% afslátt af sektum vegna umferðarlagabrota, verði nýtt frumvarp til umferðarlaga að lögum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að leggja þarf fram skattframtal síðasta árs til að fá sektina lækkaða.

Í frumvarpinu kemur ekki fram hvort afslátturinn bætist ofan á 25% afsláttinn sem hægt er að fá með því að greiða sektir innan 30 daga frá því að þær eru gefnar út en líklegt hlýtur að teljast að svo sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert