Kannski þægilegast að losna við umsögn

Fjárlaganefnd á fundi.
Fjárlaganefnd á fundi. mbl.is/Ómar

„Mér finnst þetta fráleit ákvörðun hjá Birni Val og meirihluta fjárlaganefndar. Það er augljóslega uppi ágreiningur um tiltekið álitamál, eins og stundum hefur komið upp áður í samskiptum þingnefnda og Ríkisendurskoðunar.

En Ríkisendurskoðun er engu að síður sá aðili í kerfinu sem hefur þá lögbundnu skyldu að vera þinginu til ráðgjafar um fjárhagsmálefni ríkisins, þ. á m. að gefa umsagnir um frumvörp til fjárlaga, fjáraukalaga, ríkisreikning og lokafjárlög, sem og staðfesta að bókhald ríkisins sé rétt.“

Þetta segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að vísa fjáraukalögum ekki til Ríkisendurskoðunar til umsagnar sökum trúnaðarbrests.

Í umföllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Birgir, að stofnunin hafi verið afar gagnrýnin varðandi ýmsa liði í reikningum ríkisins. „Þar af leiðandi finnst meirihlutanum kannski þægilegast að geta með þessum hætti komist hjá því að fá umsögn Ríkisendurskoðunar um þau frumvörp sem nú eru til meðferðar á Alþingi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert