Fjórir á slysadeild eftir veltu

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/Eggert

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að fólksbifreið valt á Grindavíkurvegi í námunda við fjallið Þorbjörn um kl. átta í morgun. Lögreglan á Suðurnesjum segir að hálka hafi verið á veginum og leiddi vanmat á aðstæðum til þess að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni.

Fólkið var flutt á slysadeild í Reykjavík til skoðunar. Talið er að meiðsli þeirra séu ekki mjög alvarleg.

Bifreiðin er óökuhæf eftir veltuna og var hún dregin á brott af slysstað.

Að sögn lögreglu þá getur lúmsk hálka myndast á veginum og eru ökumenn hvattir til að gæta fyllstu varúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert