Gáfu blóð í nafni homma

Hópurinn sem fór í Blóðbankanna í gær heilsaði upp á Blóðdropann í leiðinni. stækka

Hópurinn sem fór í Blóðbankanna í gær heilsaði upp á Blóðdropann í leiðinni. Ljósmynd/Birna Hrönn

„Við erum að reyna að vekja athygli á þessum málstað á fallegan og friðsaman hátt, þar sem samkynhneigðum karlmönnum er gert kleift að gefa blóð í gegnum okkur sem getum það, megum og þorum,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sem gaf blóð ásamt hópi lesbía í gær, í nafni karla sem mega það ekki vegna kynhneigðar sinnar. 

Samkvæmt reglum Blóðbankans er karlmönnum ekki heimilt að gefa blóð ef þeir hafa haft samfarir við sama kyn, en það er arfleifð reglna sem settar voru árið 1981, sama ár og alnæmi var í fyrsta skipti greint í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur margt breyst og fleiri nýsmit HIV veirunnar greinast nú meðal gagnkynhneigðra en samkynhneigðra.

Viðurkenningarskjöl eru veitt fyrir blóðgjöf í nafni homma.

Viðurkenningarskjöl eru veitt fyrir blóðgjöf í nafni homma. Ljósmynd/Birna Hrönn

Munar um hvern virkan blóðgjafa

Birna Hrönn hefur um fjögurra ára skeið staðið fyrir blóðgjöfum í nafni homma. Þetta er táknrænn gjörningur þar sem blóðgjafinn fær eftir gjöfina afhent viðurkenningarskjal með nafni þess homma sem blóðgjöfin er tileinkuð. Birna Hrönn segir að lítill hópur hafi byrjað á þessu en sífellt fleiri taki þátt, flest fólk á þrítugsaldri sem jafnvel er að gefa blóð í fyrsta skipti vegna þess. Hún segir þetta hafa opnað augu margra.

„Við lítum svo á að margt smátt geri eitt stórt og það að þessi litli hópur fari í Blóðbankann hefur vakið athygli margra á þessari löggjöf. Mörgum verður mjög brugðið því þeir vissu ekki að þetta væri svona.“ Birna Hrönn er sjálf hjúkrunarfræðingur og þekkir því af eigin raun að það munar um hvern blóðdropa og hvern virkan blóðgjafa. „Þetta stendur mér mjög nærri því ég gef oft blóð í minni vinnu þannig að ég veit hvað þetta er mikilvægt.“

Samkvæmt reglum Blóðbankans má karlmaður ekki gefa blóð ef hann hefur haft samfarir við annan ...

Samkvæmt reglum Blóðbankans má karlmaður ekki gefa blóð ef hann hefur haft samfarir við annan karlmann. Ljósmynd/Birna Hrönn

Ísland getur sett fordæmi

Blóðbankinn hefur borið því við að reglunum sé ekki hægt að breyta þar sem bankinn vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Blóðgjöf hommar er víðast hvar bönnuð en þó hafa lönd eins og Belgía og Spánn tekið af skarið og breytt reglunum.

Birna Hrönn bendir auk þess á að Ísland gæti verið fyrirmynd á þessu sviði. Hún rekur ásamt kærustu sinni ferðaþjónustuna Pink Iceland, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir hinsegin fólk og taka þær því á móti fjölda samkynhneigðra útlendinga á ári hverju.

„Við finnum það að fólk horfir til Íslands nánast sem draumalands, vegna hjónabandslöggjafarinnar, mannréttinda samkynhneigðra og af því að við erum með opinberlega samkynhneigðan forsætisráðherra. Ísland hefur nú þegar sett stórt fordæmi fyrir mannréttindabaráttu hinsegin fólks í öllum heiminum. Af hverju ekki þetta líka?“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Jón „volgur“ fyrir forsetaframboði

13:27 Fólk spyr Jón Gnarr nánast á hverjum einasta degi hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta. Sjálfur telur hann þó ekki tímabært að að velta vöngum um það en hann sé þó „volgur“ fyrir framboði. Þetta sagði hann í þættinum Vikulokunum á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Hálka á Hellisheiði

12:25 Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suður- og Suðvesturlandi. Þæfingsfærð er þó í Grafningi og á Þingskálavegi en þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi. Meira »

Rólegt í Bárðarbungu

12:01 Frá því um hádegi í gær mældist aðeins einn skjálfti yfir 4 að stærð í Bárðarbungu. Hann varð við sunnanverða öskjuna í morgun 27.12. kl. 05:37 og mældist 4,4 að stærð. Meira »

Fá farið og gistinguna greidda

12:00 Rútufyrirtækið Grey Line hefur greitt gistingu og flugfar til London fyrir tvær kínverskar stúlkur sem hafa verið fastar hér á landi yfir jólin eftir að vegabréf þeirra hurfu með töskum úr rútu fyrirtækisins. Þær ætla að láta á reyna að komast til Bretlands þrátt fyrir að þær vanti vegabréfsáritun. Meira »

Stysta leiðin ekki endilega sú færa

11:03 Eitthvað hefur verið um að ferðamenn, sem aka um landið með aðstoð leiðsögutækja, hafi farið villur vega í ófærðinni að undanförnu, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Egilsstöðum. Meira »

Ábendingar borist um bílnúmerin

10:48 Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma hafa fengið bílnúmer bifreiða sem talið er að hafi verið ekið yfir leiði í Gufuneskirkjugarði. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra kirkjugarðanna, verður þeim upplýsingum haldið til haga og þær afhentar lögreglu eftir helgina. Meira »

Rétt viðbrögð björguðu lífi hennar

09:09 Bryndís Kristjánsdóttir, leiðsögumaður, féll í sprungu skammt frá Þríhnúkagíg fyrir þremur mánuðum. Ótrúlegt þykir að hún hafi lifað fallið af en eftir þrotlausa endurhæfingu frá slysinu er hún á góðum batavegi. Meira »

Víða snjókoma fyrir norðan

10:07 Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum og snjókoma mjög víða. Þæfingur og stórhríð er á Hófaskarði og Hálsum. Meira »

Fínt færi á skíðasvæðunum

09:06 Það er nægur snjór á helstu skíðasvæðum landsins en í Bláfjöllum er nýfallinn púðursnjór og svipaða sögu er að segja í Hlíðarfjalli og Tindastól. Meira »

Ófærð á Vestfjörðum

08:41 Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en mokstur stendur yfir. Þæfingur er á Kletthálsi en ófært á Kleifaheiði og mokstur stendur yfir annars er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum. Meira »

Gera eskimóasnjóhús

08:11 „Við erum aldir upp við þetta á Siglufirði og það var ægilegt sport að gera svona hús á sínum tíma.“  Meira »

Tímaspursmál hvenær við missum líf

07:49 Íslensk þjóð þarfnast í dag máttugs leiðtoga, sem þorir, vill og getur talað máli sannleikans. Þarf sömuleiðis stóra jólagjöf sem felur í sér lausnir, svo sem á skuldavanda heimilanna og læknadeilunni. Meira »

Hálka í öllum landshlutum

07:44 Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi  Meira »

Vissi ekki hvar hann bjó

07:39 Ölvaður erlendur ferðamaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Maðurinn vissi ekki um dvalastað sinn hér á landi og var því vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast. Meira »

Léttskýjað og kalt

07:01 Fremur kalt er í veðri en á höfuðborgarsvæðinu er sex stiga frost og þrír metrar á sekúndu. Spáð er léttskýjuðu í dag en þykknar smám saman upp við Suður- og Vesturströndina. Á Akureyri er þriggja stiga frost og snjókoma. Meira »

Þjófur náði að flýja

07:43 Öryggisvörður í verslun í miðborginni stóð mann að hnupli á öðrum tímanum í nótt. Þegar öryggisvörðurinn ætlaði að stöðva manninn lenti hann í átökum við þjófinn sem náði að flýja af vettvangi. Meira »

Ökuníðingur skapaði hættu

07:33 Maður sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu um fjögurleytið í nótt skapaði hættu fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Maðurinn gistir fangaklefa en hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem hann braut ýmis önnur umferðarlög. Meira »

Fluttur á slysadeild með brunasár

06:54 Kona var flutt á bráðamóttöku með brunasár í nótt eftir að eldur kviknaði í kertaskreytingu á heimili hennar í Hafnarfirði. Logandi kertaskreytingin hafði fallið á konuna sem svaf í sófa við hlið skreytingarinnar í nótt. Meira »
New Years Eve
Are you interested in spending New Years Eve with an Icelandic family? Send your...
Simsvari til sölu.
Símsvari,prosonic Deluxe lítið notaður,eins og nýr selst ódýrt 3,500.- kr.uppl:...
NAFNSPJÖLD
Samskipti - prentlausnir fyrir skapandi fólk...
Árumyndir https://www.facebook.com/arumynd
Tek árumyndir einnig hægt að fá skýrslu um áruna og orkustöðvarnar og hæfileika ...
 
Olís
Önnur störf
Viltu taka þátt í spennandi uppbygging...
Laugabakki
Tilkynningar
Laugabakki, Mosfellsdal Tillaga að br...
Aðalfundur jarðefnaiðnaðar
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Jarðef...
Deiliskipulag þingvallavegar
Tilkynningar
Kynning á verkefnislýsingum: Deiliskipu...