Jarðskjálftahrina við Grímsey

Af vef Veðurstofu Íslands
Af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálfti sem mældist 3,1 að stærðmeð upptök tæpa 14 km norðnorðaustur af Grímsey reið yfir klukkan 11:35. Gunnar Guðmundsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið en jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.

Að sögn Gunnars hafa engar tilkynningar borist frá Grímsey um að fólk hafi fundið fyrir skjáltanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert