Mafíur horfa til Íslands

Vopnaðir sérsveitarmenn og lögreglumenn gerðu húsleit í höfuðstöðvum Outlaws í …
Vopnaðir sérsveitarmenn og lögreglumenn gerðu húsleit í höfuðstöðvum Outlaws í Hafnarfirði á fimmtudaginn. mbl.is

Það eru ekki aðeins vélhjólagengi sem vilja hefja skipulega brotastarfsemi á Íslandi því erlendar mafíur frá gömlu austantjaldsríkjunum hafa augastað á landinu og telja ábatasamt að skjóta hér rótum.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, staðfestir þetta í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Þar sem peningar eru annars vegar koma þessir aðilar sér fyrir, hvort sem það eru vélhjólagengi eða önnur skipulögð glæpastarfsemi. Hér eru góðar flugtengingar í báðar áttir. Löggæslan er verulega undirmönnuð hérna. Umræddir hópar vilja skjóta rótum hér og sækja bæði í austur- og vesturátt.“

Einnig er rætt við Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, í blaðinu í dag. „Hótanir í garð lögreglunnar eru ekki nýjar en ef þær koma frá skipulögðum samtökum kveður sannarlega við nýjan tón,“ segir Helgi og á við skipulagningu liðsmanna Outlaws á árásum á lögreglumenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert