Ræða aðferðir og heimildir

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. mbl.is/Þorkell

„Við viljum ekki stunda neitt það sem er rangt eða jafnvel ólöglegt og munum fara yfir það með ráðuneyti og Fiskistofu hverjar okkar heimildir eru,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar.

Hann er þar að vísa til gagnrýni sem fram hefur komið á stofnunina síðustu daga. Annars vegar vegna skemmds afla sem skipað var upp úr Árna Friðrikssyni og seldur á fiskmarkaði. Hins vegar að skipverjar á Bjarna Sæmundssyni hafi kastað afla aftur í sjóinn í síðustu viku.

„Okkur finnst þetta bagalegt, hvort sem er að landa lélegum afla eða að láta afla fara frá borði,“ segir Jóhann í Morgunblaðinu í dag. „Með viðræðum við ráðuneyti og Fiskistofu viljum við fá sameiginlega sýn á okkar vinnubrögð og heimildir,“ segir Jóhann. Hann bendir á að skipin eru sérstaklega hönnuð sem rannsóknaskip en séu ekki á atvinnuveiðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert